Blogg: Við stöndum saman gegn öfgahyggju og ofstæki

Það hefur gerst í Ósló. Það hefur gerst í Stokkhólmi. Það hefur gerst í Kaupmannahöfn. Það hefur líka gerst í London, París, Nice, Berlín og í mörgum öðrum borgum um allan heim. Hryðjuverkaárásir gegn almenningi í stórborgum. Þessar árásir eru meðal stærstu áskorana okkar tíma og borgirnar okkar verða að standa saman.

Generalsekretærens Blogg

Dagfinn Høybråten, Secretary General

Í kjölfar árásarinnar á Krudttønden í Kaupmannahöfn 2015 kynntu norrænu samstarfsráðherrarnir samstarfsáætlun sína um góða aðlögun flóttafólks. Nú þremur árum eftir að þessu samstarfi var ýtt úr vör lít ég með ánægju til þess sem hefur áunnist.

Í þessu þverlæga stefnumótunarverkerkefni okkar er sjónum beint að félagslegri útskúfun, öfgahyggju og trúarlegri mismunun með það að markmiði að vinna gegn öfgahyggju og ofbeldisfullu ofstæki með fyrirbyggjandi aðgerðum. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru mikilvægastar í borgum og bæjum. Þess vegna var árið 2016 komið á fót samstarfsneti borga sem hlaut heitið „Nordic Safe Cities“ (NSC). Markmiðið var að skapa öruggt og borgarsamfélag fyrir alla, samfélag sem einkennist af umburðarlyndi, meðal annars með því að skiptast á reynslu milli borganna og byggja upp hæfni til þess að styrkja fyrirbyggjandi aðgerðir í norrænu borgunum.

NSC stóð fyrir þremur ráðstefnum á árinu 2016 þar sem áhersla var lögð á efni sem skipta sköpum varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir gegn öfgahyggju og ofstæki; örugg borgarrými og nærumhverfi, öryggi á netinu, styrkja hlutverk fjölskyldunnar og opinberra stofnana í fyrirbyggjandi starfi og virkja ungt fólk. Unnin var handbók með meginreglum um gott starf gegn öfgahyggju og ofstæki á grundvelli nálgunar samstarfsnetsins.

Samstarfsnetið stækkaði árið 2017 og sameinaði þar með gegnum allskonar starfsemi 30 borgir og 400 stjórnmálamenn, sérfræðinga og vísindamenn frá Norðurlöndunum. Í allri starfsemi á vegum Nordic Safe Cities er lögð áhersla á virkni þátttakenda og miðlun reynslu. Reynslu og tillögum er einnig miðlað til sveitarfélaga sem ekki taka þátt í samstarfsnetinu.

NSC gengur hreint til verks og reynir ekki að skorast undan því að horfast í augu við vandamálin. Þvert á móti. Þess vegna hafa stórar ráðstefnur verið haldnar á svæðum eins og þekktasta vandamálamálasvæði Kaupmannahafnar, Mjølnerparken, þar sem var fjallað um hvernig hægt væri að skapa örugg og félagslega sjálfbær íbúðahverfi. Þegar öfgahyggja var til umfjöllunar var Borlänge gestgjafi. Það er sveitarfélag sem hefur lengi haft þann merkimiða að vera höfuðvígi hægri öfgahreyfingarinnar Nordisk motståndsrörelse. Meðan á þeirri ráðstefnu stóð urðum við vitni að spennunni milli tjáningarfrelsisins og þörf einstaklingsins fyrir vernd gegn hótunum og hatursorðræðu.

„Það verður hér eftir sem hingað til ofarlega á dagskrá hjá okkur í norræna samstarfinu að koma í veg fyrir og vinna gegn öfgahyggju og ofstæki,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur þegar hann hitti norrænu starfssystkin sín í Helsinki í október 2017. Það er gott til þess að vita að norrænu forsætisráðherrarnir vilja að aðlögunin verði áfram mikilvægt samstarfssvið.

Það er einnig ánægjulegt að umheimurinn hefur tekið eftir vinnunni við Nordic Safe Cities sem hefur leitt af sér boð til Melbourne, Montreal og Brussel. Þegar Magnus Ranstorp, sænskur vísindamaður á sviði öfgahyggju, ávarpaði borgarstjóra í Evrópusambandinu í mars benti hann sérstaklega á Nordic Safe Cities sem fyrirmynd að því hvernig Evrópusambandið ætti að vinna á þessu sviði.

Alþjóðleg athygli er skemmtileg en við megum aldrei gleyma því að við lifum lífinu á heimavelli. Þess vegna verða aðgerðir að vera staðbundnar. Með þetta að leiðarljósi hefur samstarfsnetið í samstarfi við bresku samtökin „Institute for Strategic Dialogue“ þróað námskeið sem ætlað er að virkja ungt fólk í starfi gegn mismunun fordómum og útskúfun þannig að þau geti stuðlað að öruggari borgum. Larvik í Noregi var fyrsti bærinn þar sem þessi tveggja daga málstofa var haldin. Um 70 manns, ungt fólk á aldrinum 15-21 árs, þróuðu staðbundin verkefni og herferðir sem á að efna til á árinu 2018 til þess að virkja ungt fólk í Larvik í þessari vinnu. Þau nefna verkefnið sitt KomInn. Markmiðið er að fleiri NCS-borgir virki unga fólkið gegnum þetta námskeið.

NSC hefur einnig í samstarfi við bresku samtökin „Faith Associates“ haft frumkvæði að áætlun sem ætlað er að stuðla að trúarlegu samtali milli bæjarfélaga og trúarlegra samtaka. Eitt af markmiðum þess að undirbúa samræður við moskur að liðsinna þeim við að byggja um færni til þess að þær geti lagt gott til nærsamfélags síns. Kaupmannahöfn er fyrsta borgin sem raungerir þessa áætlun.

Næsti fundur samstarfsnetsins verður í Helsinki 30. maí og þar verður skipst á þekkingu og reynslu. Markmiðið er að gegnum gjöfult samtal verði til öruggar borgir með því að varpa ljósi á lífið.