Dagfinn Høybråten – Stutt ferilskrá

Dagfinn Høybråten
Photographer
Lars Lauritzen
Dagfinn Høybråten var framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar á árunum 2013 til 2019. Áður en hann tók við þeirri stöðu hafði Høybråten gegnt ýmsum störfum í Noregi á nánast öllum stigum, allt frá störfum á sveitarstjórnarstiginu til ýmissa ráðuneyta. Hann hefur starfað á æðstu stigum stjórnsýslunnar og verið ráðherra.

Æviágrip: Dagfinn Høybråten

Høybråten var ráðherra í báðum ríkisstjórnum Kjell Magne Bondeviks, á tímabilunum 1997-2000 og 2001-2005. Sem heilbrigðisráðherra beitti hann sér fyrir lögum um reykingabann á opinberum stöðum. Noregur varð þar með annað landi í Evrópu til að bregðast með þessum hætti við upplýsingum um skaðleg áhrif reykinga.

Høybråten sat ennfremur á norska Stórþinginu frá 2005 til 2013. Sem þingmaður sat Høybråten í utanríkismálanefnd á árunum 2006 til 2013. Árið 2007 var hann forseti Norðurlandaráðs. Á árunum 2011-2013 var Høybråten varaforseti norska þingsins. Høybråten hefur gegnt ýmsum lykilstöðum í Kristilega þjóðarflokknum í Noregi frá árinu 1979. Árið 2004 var hann kjörinn formaður flokksins og hélt því embætti til ársins 2011. Á embættisferli sínum var hann meðal annars æðsti embættismaður sveitarfélagsins Oppegård og framkvæmdastjóri almannatrygginga.

Høybråten stóð fyrir umbótum í stjórnsýslu og pólitíska stjórnkerfinu í Noregi og hann vinnur nú að umbótum og þróunarferli sem nær til Norðurlanda í heild. Nútímavæðing og þróun norræns samstarf og Norrænu ráðherranefndarinnar er meðal meginverkefna Høybråtens sem framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Á tímabilinu 2011-2015 var Dagfinn Høybråten starfandi stjórnarformaður GAVI, alþjóðlegs bandalags um bóluefni og ónæmisaðgerðir. GAVI er alþjóðlegt og sjálfstætt heilbrigðissamstarf sem beitir sér fyrir auknu aðgengi að ónæmisaðgerðum í fátækum löndum. Frá stofnun GAVI árið 2000 hafa samtökin staðið fyrir ónæmisaðgerðum fyrir fimm hundruð milljónir barna og komið í veg fyrir dauða sjö milljóna barna. 

Høybråten er giftur og á fjögur börn. Hann er með meistarapróf í stjórnmálafræði frá Óslóarháskóla og hefur skrifað þrjár bækur.

Persónulegar upplýsingar

Fæddur 2. desember 1957 í Ósló.

Giftur og á fjögur börn.

Menntun

Meistarapróf í stjórnmálafræði frá Óslóarháskóla árið 1984.

Stjórnmálareynsla

Ritari mennta- og kirkjumálaráðherra frá 1. janúar 1983 til 1. janúar 1985

Pólitískur ráðgjafi mennta- og kirkjumálaráðherra 1. janúar 1985 til 1. janúar 1986

Ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu 16. október 1989 til 3. nóvember 1990

Heilbrigðisráðherra í félags- og heilbrigðisráðuneytinu 17. október 1997 til 17. mars 2000

Starfandi ráðherra í dóms- og lögreglumálaráðuneytinu 19. febrúar 1999 til 15. mars 1999

Heilbrigðisráðherra í félags- og heilbrigðisráðuneytinu 19. október 2001 til 31. desember 2001

Heilbrigðisráðherra 1. janúar 2002 til 18. júní 2004

Atvinnu- og félagsmálaráðherra 18. júní 2004 til 17. október 2005

Þingstörf

Þingmaður 2005-2013

Formaður Kristilega þjóðarflokksins, KrF, 19. október 2005 til 16. júní 2011

Fimmti varaforseti norska Stórþingsins 1. október 2011 til 3. mars 2013

Fulltrúi í eftirlits- og stjórnarskrárnefnd 19. október 2005 til 11. september 2006

Fulltrúi í utanríkismálanefnd 11. september 2006 til 30. september 2009

Fulltrúi í utanríkis- og varnarmálanefnd 20. október 2009 til 3. mars 2013

Starfsreynsla

Ráðgjafi hjá samtökum sveitarfélaga í Noregi 1986-1988

Starfsmannastjóri samtaka sveitarfélaga í Noregi 1988-1989

Framkvæmdastjóri samtaka sveitarfélaga í Noregi 1990-1993

Sveitarstjóri í Oppegård 1994-1996

Framkvæmdastjóri Tryg, almannatryggingayfirvalda í Noregi, 1997-2004

Norræn starfsreynsla

Meðlimur Norrænu ráðherranefndarinnar 1997-2000 og 2001-2005

Meðlimur landsdeildar Noregs í Norðurlandaráði frá 20. október 2005 til 31. desember 2010

Meðlimur forsætisnefndar Norðurlandaráðs 2005-2009

Forseti Norðurlandaráðs 2007

Formaður landsdeildar Noregs í Norðurlandaráði 1. janúar 2010 til 31. desember 2010

Varaformaður landsdeildar Noregs í Norðurlandaráði 22. október 2009 til 31. desember 2009

Meðlimur landsdeildar Noregs í Norðurlandaráði 1. janúar 2011 til 3. mars 2013

Flokksstörf

Fyrsti varaforseti landsnefndar Kristilega þjóðarflokksins 1979-1979, formaður 1979-1982

Meðlimur miðstjórnar Kristilega þjóðarflokksins 1979-1997

Meðlimur framkvæmdastjórnar Kristilega þjóðarflokksins 1979-1982

Formaður Kristilega þjóðarflokksins 2004-2011

Önnur störf

Stjórnarformaður alþjóðasambands um bóluefni og ónæmisaðgerðir (GAVI-sambandið) 2011-2015

Útgefið efni

Mydske, Peter Kristen og Dagfinn Høybråten: Organisering av lokalt styre: Mot et Paradigmeskifte? Kommunal Organisering, Tano Ósló 1989

Høybråten, Dagfinn: Pengene eller livet – Livskvalitet for alle, Avenir, Ósló 2009

Høybråten, Dagfinn: Drivkraft, Cappelen Damm, Ósló 2012