Ert þú að gefa út rit?

Publikationer
Útgáfusvið ráðherranefndarinnar gefur út um 250 rit á ári. Í hluta ritanna er greint frá niðurstöðum rannsóknaverkefna sem fjármögnuð eru að hluta eða öllu leyti af Norrænu ráðherranefndinni, hluti ritanna á uppruna sinn á skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar en það geta til dæmis verið stefnumótanir, aðgerðaáætlanir og greiningar.

Efni þessarar síðu er ætlað þeim sem hafa fengið styrk og hyggjast gefa út skýrslu eða rit þar sem Norræna ráðherranefndin er útgefandi. Áður en hafist er handa við útgáfu ritsins getur verið skynsamlegt að lesa þessar leiðbeiningar og hafa samband við útgáfusvið Norrænu ráðherranefndarinnar (pub@norden.org) til þess að fá raunhæft mat á verði og framleiðslutíma, þar með talið umbrot, prófarkalestur, dreifingu og útgáfu.

Takið eftir að framleiðslan getur ekki hafist fyrr en pöntun hefur borist útgáfusviðinu gegnum hið opinbera pöntunareyðublað.

– Hafið samband við: pub@norden.org

– Pöntunareyðublað

Skipting ábyrgðar – hver gerir hvað?

Verkbeiðandinn ber ábyrgð á nauðsynlegir samningar um útgáfurétt og höfundarrétt hafi verið gerðir við höfunda á þann veg að réttindi Norrænu ráðherranefndarinnar hafi ekki verið takmörkuð. Verkbeiðandinn ber einnig ábyrgð á kostnaði sem verður til í tengslum við framleiðslu, dreifingu og prentun ritsins. Kostnaður við útgáfuna tengist því hvaða ritröð er að ræða, umfang og fjölda upplýsingamynda (infografik). Kostnaðarmat vegna einstakra verkefna má fá beint frá útgáfusviðinu, pub@norden.org.

Útgáfusviðið ber ábyrgð á umbroti, útgáfu og dreifingu. Umbrotið fylgir útlitsstefnu Norrænu ráðherranefndarinnar til dæmis varðandi nafnmerki (lógó), liti, letur og stefnu varðandi myndir. Útgáfusviðið er einnig ábyrgt fyrir því að ritið fái sem víðtækasta drefingu.

Framleiðslutíminn er breytilegur og er aðlagaður að þörfum. Venjulega er fyrsta umbrotna próförkin afhent innan 15 vinnudaga. Eigi að prenta ritið skal gera ráð fyrir 5-10 vinnudögum fyrir prentun. Ritin eru alltaf gefin út stafrænt á PDF- og EPUB-formi. Aðeins er prentað í undantekningartilvikum ef verkbeiðandinn pantar prentað upplag. 

Vakin er athygli á að viðmiðunarreglur vegna vinnugagna, Nordiska arbetspapper, eru frábrugðnar og má fá nánari upplýsingar um þær í kaflanum „Fjórar ritraðir“.

– Hafið samband við: pub@norden.org

Fjórar mismunandi ritraðir

TemaNord er ritröð þar sem birtar eru rannsóknarniðurstöður frá vinnuhópum og verkefnum sem fjármögnuð eru af Norrænu ráðherranefndinni. Innihald TemaNord tekur til allra viðfangsefna hins opinbera norræna samstarfs. Umbrotið í TemaNord er gert eftir nákvæmu sniðmáti.

Í Nord eru gefnar út umræðubækur, greiningar, leiðbeiningar og aðrar stakar bækur á þeim sviðum norræns samstarf sem pólitísk ákvörðun er tekin um að vekja athygli á.

PolitikNord inniheldur pólitískar útgáfur, til dæmis stefnumótunarskjöl, rammaáætlanir, framkvæmdaáætlanir, ársskýrslur, fjárhagsáætlanir, almenna bæklinga og annað upplýsingaefni sem Norræna ráðherranefndin gefur út.

Nordiska arbetspapper, norrænir vinnupappírar, eru yfirleitt vinnugögn (working papers) sem verða til við vinnslu verkefna eða eru bráðabirgðaútgáfur og þess vegna ekki gefnar út sem eiginleg rit. Yfirleitt eru markhópar vinnugagnanna aðilar innan hins norræna samstarfs. Útgáfusviðið sér aðeins um útgáfur í NordPub (pdf). Gera skal ráð fyrir fimm vinnudögum vegna vinnslu og útgáfu. Nordiska Arbetspapper eru ekki brotnir um eða prentaðaðir. Þeir eru ekki heldur á dreifingaráætlun útgáfudeildarinnar. 

Höfundarréttur og réttindi

Norræna ráðherranefndin á fullan höfundarrétt á öllum útgáfum sínum. Mögulegar tekjur af sölu rita renna til Norrænu ráðherranefndarinnar.

Höfundur eða verkbeiðandi framleiðslu ritsins hjá Norrænu ráðherranefndinni tryggir í tengslum við pöntunina að birtingarréttur sé á öllum textum, myndum, gröfum, töflum, tilvitnunum o.s.frv. í viðkomandi riti. Ábyrgðin á höfundarrétti mynda í ritum Norrænu ráðherranefndarinnar liggur hjá höfundi eða þeim sem bera ábyrgð á pöntun viðkomandi rits. Ábyrgðin liggur þó hjá útgáfudeildinni í þeim tilvikum sem umbrotsfólk PUB hefur sjálft upp á myndum.

PolitikNord, Nord og Nordiska arbetspapper eru gefin út með © All rights reserved leyfi. Frá og með 31. mars 2017 eru öll TemaNord rit gefin út með Creative Commons leyfi: CC BY 4.0 International. Ólíkt © All rights reserved leyfinu er heimilt að nota rit með CC leyfi á allan hátt, meðal annars þýða þau og endurvinna. Eina krafan er að viðkomandi notandi vitni til heimildarinnar með fullnægjandi hætti. 

– Nánari upplýsingar um Creative Commons CC BY 4.0 International

Handrit

Handritið skal vera samþykkt og prófarkalesið áður en pöntun er gerð. Prófarkalestur skal unnin af fagfólki og farið skal að reglum um greinarmerki í hverju tungumáli fyrir sig. TemaNord-ritin skulu vera ritrýnd af sérfræðingum á viðkomandi sviði eða að minnsta kosti að hafa verið metin innan vinnuhóps, áætlunarnefndar eða þess háttar.

Til þess að panta rit þarf:

1. Góðan titil – 40 stafabil að hámarki. Undirtitil til þess að skýra titilinn ef með þarf.

2. Efnisorð. Þau skiptir máli vegna dreifingar ritsins. Velja skal efnisorð af kostgæfni á pöntunareyðublaðinu.

3. Útdrátt, þ.e einfalda og stuttorða lýsingu á efni ritsins (markmiði, niðurstöðum og nálgun). Lýsingin er meðal annars notuð sem útdráttur á NordPub og á norden.org. Vakin er athygli á því að TemaNord rit skulu vera með útdrátt bæði á skandínavísku máli og á ensku. Að auki skal vera útdráttur á öllum köflum í TemaNord útgáfum. Efni hvers kafla skal lýst á einfaldan hátt og í fáum orðum (900 slög að hámarki með stafbilum) Lýsingarnar eru bæði notaðar í ritinu sjálfu og sem kaflaútdrættir meðal annars á Nordic iLibrary.

4. Réttur til birtingar alls myndefnis sem sent er inn í tengslum við pöntun á riti skal vera tryggður bæði fyrir prent og stafræna útgáfu og þessu efni skal skilað inn í fullri stærð og hárri upplausn (300 dpi) Þetta á aðallega við um TemaNord vegna þess að útgáfudeildin ber ábyrgð á myndum í PolitikNord.

5. Myndum fyrir TemaNord skal skila með viðeigandi myndatexta (captions) þar sem efni myndarinnar er lýst og gerð grein fyrir uppruna hennar. Að auki skulu myndirnar hafa aðra texta (í lýsigögnum myndarinnar) á tungumáli útgáfunnar. Þetta er gert með tilliti til blindra og sjónskertra, til þess að tryggja að allar útgáfur Norrænu ráðherranefndarinnar uppfylli skilyrði um aðgengi.

6. Myndirnar skulu vera í samræmi við stefnu Norrænu ráðherranefndarinnar í myndamálum sem lýst er í útlitshönnunarhandbókinni http://design.norden.org/billeder

Myndstefna

NordPub

Þýðingar

Frá upphafi verks skal hafa í huga að mögulega þarf að þýða ritið. Túlkadeildin á skrifstofu Norræu ráðherranefndarinnar sér um að láta þýða og prófarkalesa norrænar samstarfsáætlanir, stefnumótanir og aðrar fyrirfram skilgreindar útgáfur í PolitikNord og Nord ritröðunum. Í öðrum útgáfum (meðal annars TemaNord og Nordiska Arbetspapper) sér verkbeiðandinn sjálfur um þýðingar þegar þess þarf með. Vakin er athygli á því að ekki er hægt að panta þýðingar gegnum útgáfudeildina. Þá er minnt á að gera þarf ráð fyrir aukalegum tíma vegna þýðingar og prófarka- og textavinnu á þeim málum sem þýtt er á. Gera þarf sérstaka pöntun fyrir hvert tungumál þegar þýðingar eru tilbúnar.

Pöntun á framleiðslu

Þegar handritið er tilbúið og prófarkalesið má panta framleiðslu á ritinu gegnum pöntunareyðublaðið hér að neðan. Handritið er hengt við pöntunareyðublaðið og þar þarf meðal annars að merkja við útgáfuröð, skrá titil, höfunda, prófarkalesara, útdrátt, efnisorð, upplag ef á að prenta ritið, fagráðgjafa á skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar og reikningsupplýsingar. Ef útgáfan er meðal þeirra undantekningatilvika sem á að prenta óskum við eftir að þú ræðir þörfina á því við upplýsingaráðgjafann þinn. Alltaf er velkomið að hafa samband við útgáfudeildina á pub@norden.org ef spurningar vakna.

Staðfesting berst þegar pöntunin hefur verið send. Viðeigandi fagdeild á skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar þarf að samþykkja pöntunina. Þegar pöntunin hefur verið samþykkt fær ritið útgáfunúmer sem notað er sem tilvísun meðan á verkferlinu stendur. 

Pöntunareyðublað

– Hafið samband við: pub@norden.org 

Dreifingaráætlun

Tilgangurinn með dreifingaráætluninni er að tryggja að ritið verði eins sýnilegt og kostur er og að auðvelt verði að nálgast það. Þess vegna er í útgáfuáætluninni gert ráð fyrir mörgum mismunandi stafrænum formum og veitum, auk lagers og dreifingu á prentuðum ritum.

Allar útgáfur sem eru fjármagnaðar og gefnar út af Norrænu ráðherranefndinni eru í opnu aðgengi á útgáfuveitu ráðherranefndarinnar, Nordpub, í NordPub-appinu, á norden.org, í GoogleBooks og á bókasöfnum um allan heim. TemaNord og Nord er auk þess dreift á rafbókarformi (EPUB), meðal annars gegnum Nordic iLibrary (í samvinnu með OECD), norrænar bókaverslanir, Amazon Kindle og GooglePlay.

Prentuð rit er hægt að kaupa í vefversluninni á NordPub. Vakin er athygli á því að ekki eru öll rit til á prenti.

Ritin eru auglýst, meðal annars á Twitter, í tengslum við útgáfu þeirra. 

NordPub

Hér má hlaða niður NordPub appinu (iOS)

Hér má hlaða niður NordPub appinu (Android)