The Foreign Desk: Menningarsamstarf
Ljósmyndari
Carolina Romare, courtesy of Filmlance International
Í þessum þætti verður menningarsamstarf á Norðurlöndum og víðar skoðað nánar. Hver er skýringin á hinni mögnuðu norrænu menningarbylgju sem farið hefur um heiminn undanfarin ár – frábærar sjónvarpsþáttaraðir, blómlegt listalíf og Óskarsverðlaunamyndir.
The Foreign Desk og Norræna ráðherranefndin hafa tekið höndum saman við gerð nýrrar þáttaraðar þar sem kafað er ofan í alþjóðlega mikilvægt efni frá svæðinu í fimm sérstökum þáttum. Stilltu á The Foreign Desk (hlekkur hér að neðan) og kynntu þér nýjar hugmyndir með Michael Booth og frábærum gestum hans:
- Sofia Helin, verðlaunuð leikkona og framleiðandi
- Henrik Hartmann, framkvæmdastjóri Nordvision
- Maria Sid, listrænn stjórnandi Borgarleikhússins í Stokkhólmi
- Liselott Forsman, framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins
- Nanna Hjortenberg, framkvæmdastjóri CHART ART FAIR
Vinsamlegast takið eftir að þetta hlaðvarp er aðeins á ensku.