Formennska Íslands 2014

Islandsk flag
Photographer
Søren Sigfusson/norden.org
Grænt hagkerfi og trygging norræna velferðarþjóðfélagsins eru í öndvegi í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014.

Ríkisstjórn Íslands vill sérstaklega beina kastljósinu að náttúruauðlindum Norðurlanda. Með formennskuáætluninni vilja Íslendingar því ýta úr vör fjölda verkefna á sviði lífhagkerfisins og skapandi greina, ásamt því að efla samspil orku-, umhverfis- og loftslagssviðanna í norrænu samstarfi.

Annað verkefni í norrænu samstarfi árið 2014 verður nýtt embætti, sem sett verður á laggirnar til þess að fylgjast með þróuninni í norrænu ríkjunum og taka þátt í að tryggja þróun velferðarríkisins, svonefnd „norræn velferðarvakt“.

Velferðarvaktinni er ætlað að safna saman og þróa velferðarvísa sem nota má sem undirstöðu aðgerða og stefnumótunar á velferðarsviðinu í norrænu ríkjunum.

Þriðja megináhersluatriðið er þróun sérstaks norræns lagalista/spilunarlista með það að markmiði að vekja athygli á norrænni tónlist á alþjóðavettvangi.

Sjá viðtal við samstarfsráðherra Íslands Eygló Harðardóttir um markmið formennskuáætlunar Íslands árið 2014.