Fróðleiksmolar um Danmörku

Dansk flagg
Ljósmyndari
Silje Bergum Kinsten/ norden.org
Danmörk liggur syðst Norðurlandanna. Landið sem er lítið samanstendur af mörgum eyjum, það er þéttbýlt og umkringt yndislegum ströndum.

Danmörk er minnst Norðurlandanna fimm. Landið er álíka stórt og Finnmerkurfylki í Noregi. Hins vegar býr Danmörk yfir frjósömu ræktanlegu landi sem er nýtt til hins ítrasta. Með 5,8 milljónir íbúa er Danmörk þéttbýlasta ríkið á Norðurlöndum. Í og í kringum höfuðborgina Kaupmannahöfn búa um það bil 1,3 milljónir manna.

Danmörk er þingbundið konungsríki. Margrét II Danadrottning hefur ekki raunverulegt pólitískt vald, og er þingið (Folketinget) æðsta vald landsins. Danmörk er aðili að ESB en hefur haldið krónunni sem gjaldmiðli. Landið á einnig aðild að varnarsamstarfi NATO.

Mikilvægustu tekjulindir Danmerkur eru olía og aðrir orkugjafar, lyfjaiðnaður, landbúnaðarvörur, skipaútgerð og þjónusta við upplýsinga- og tölvugeirann.

Verg þjóðarframleiðsla nemur 25 þúsund evrum á hvern íbúa (2018).

Heildarflatarmál: 43.561 km2

Þurrlendi: 42.962 km2

Ræktanlegt land, garðyrkjusvæði og ávaxtaekrur:​​​​​​ 25.329 km2

Skóglendi og skógræktarsvæði: 5.294 km2

Stöðuvötn og fallvötn: 671 km2

Stærsta stöðuvatn: Arresø – 39,5 km2

Hæsti punktur: Yding Skovhøj – 172,5 m.

Strandlengja: 7.314 km

Meðalhitastig í Kaupmannahöfn (2018): 10,4° C (hæst 33,1 °C, lægst -9,8 °C)

Meðalúrkoma (1961 - 1990): 712 mm

Meðalúrkoma í Kaupmannahöfn (2006): 823 mm

Íbúafjöldi 2020: 5.822.763

Fjöldi höfuðborgarbúa 2016: 1.246.611 (Kaupmannahöfn með úthverfum) (1)

Þjóðhátíðardagur: 5. júní (Grundlovsdagen 5. júní 1849)

Stjórnarfar: Þingbundið konungsríki

Þing: Folketinget (179 fulltrúar)

Aðild að ESB: Frá 1. janúar 1973

Aðild að NATO: Frá 4. apríl 1949

Þjóðhöfðingi: Margrét Þórhildur II Danadrottning

Forsætisráðherra (júní 2019): Mette Frederiksen

Gjaldmiðill: Danskar krónur (DKK)

Obinbert vefsvæði: www.denmark.dk

Opinbert tungumál: Danska

1) Sveitarfélögin Kaupmannahöfn, Frederiksberg, Albertslund, Brøndby, Gentofte, Gladsaxe, Glostrup, Herlev, Hvidovre, Lyngby-Taarbæk, Rødovre, Tårnby og Vallensbæk og þéttbýlissvæði Ballerup, Rudersdal, Furesø, Ishøj By og Greve Strand