Staðreyndir um Færeyjar

Nes, Hvalba
Photographer
Erik Christensen, Nes, Hvalba
Sjávarútvegur og óvægin náttúra einkenna Færeyjar, sem eru eyjaklasi í Norður-Atlantshafi.

Færeyjar eru eitt þriggja sjálfstjórnarsvæða á Norðurlöndum. Þær eru 18 stórar og litlar eyjar sem tengjast með jarðgöngum og ferjum. Landslagið er hrikalegt og skiptast á þverhníptir klettar, grasi vaxnar hæðir og dálítið af skóglendi.

Stjórnmál í Færeyjum

Færeyjar tilheyra formlega konungsríkinu Danmörku en hafa sjálfstjórn í miklum mæli. Færeyska þingið, Lögþingið (Lagtinget), er æðsta stjórnvald Færeyja. Landið á ekki aðild að ESB en hefur gert fiskveiði- og verslunarsamninga við sambandið.

  • Þjóðhátíðardagur: 29. júlí (Ólafsvaka)
  • Stjórnarfar: Heimastjórn – hluti af konungsríkinu Danmörku
  • Þing: Lögþingið (33 fulltrúar)
  • Aðild að ESB: Nei
  • Aðild að NATO: Frá 1949 (vegna aðildar Danmerkur)
  • Þjóðhöfðingi: Margrét Þórhildur II Danadrottning
  • Forsætisráðherra (desember 2022): Aksel Vilhelmson Johannesen (Javnaðarflokkurin)

Íbúar Færeyja

Tæplega helmingur íbúa Færeyja býr í höfuðstaðnum, Þórshöfn.

  • Íbúafjöldi 2022:  53.653 íbúar (janúar)
  • Íbúafjöldi í höfuðborginni árið 2022:  22.704 íbúar í sveitarfélaginu Þórshöfn (1)

Íbúaþróun í Færeyjum

Efnahagslíf í Færeyjum

Fiskveiðar er mikilvægasti atvinnuvegur Færeyja og um 90% af útflutningi eyjanna eru sjávarafurðir. Siglingar og ferðamennska eru einnig mikilvægar atvinnugreinar í Færeyjum.

  • Gjaldmiðill: Dönsk króna (DKK)

Landafræði Færeyja

Færeyjar samanstanda af 28 eyjum og flatarmál landsins er tæplega 1.400 km². Flatarmál Færeyja er þannig minnst hinna þriggja norrænu sjálfstjórnarsvæða.

  • Heildarflatarmál: 1.396 km2
  • Hæsti tindur: Slættartindur 880 m
  • Strandlengja: 1.117 km
  • Landamæri 0 km
  • Stöðuvötn og fallvötn: 9 km2

Loftslag og umhverfi í Færeyjum

Loftslag í Færeyjum er milt á vetrum en svalt á sumrum. Mikill munur er á veðri og úrkomu milli eyjanna en mest er úrkoman á nyrstu eyjunum.

  • Meðalhiti í Þórshöfn (2021): 7° C (hæsti hiti 17,7 °C, lægsti hiti -6,1 °C)
  • Meðalúrkoma í Þórshöfn (1981–2010): 1.321 mm

Meðalhitastig í Þórshöfn í Færeyjum

Færeyska

Færeyska er eins og danska, norska, sænska og íslenska norðurgermanskt tungumál. Um 70.000 manns tala færeysku og er færeyska þannig minnsta norræna tungumálið.

  • Opinbert tungumál: Færeyska

Langar þig að flytja til Færeyja?

Ef þig langar að flytja til Færeyja má alltaf hafa samband við Info Norden sem er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar.

Langar þig að vita meira um Færeyjar og önnur Norðurlönd?

Skýrslan State of the Nordic Region er gefin út annað hvert ár og veitir yfirgripsmikla og einstaka innsýn undir yfirborðið í norrænu ríkjunum. Í skýrslunni er unnið úr tölfræði um lýðfræði, vinnumarkað, menntun og hagkerfi Norðurlanda.

Langar þig að sjá meiri tölfræði?

Við höfum tekið saman mikið magn norrænna talnagagna sem máli skipta í gagnagrunninum Nordic Statistics . Þar má má verða margs vísari um tölfræði ýmissa málaflokka á Norðurlöndum.

__________________________________________________________________________________________

Sveitarfélagið Þórshöfn samanstendur af sex mismunandi þéttbýlissvæðum sem eru landfræðilega aðgreind frá Þórshöfn.