Fróðleiksmolar um Færeyjar

Færeyjar eru eitt þriggja sjálfstjórnarsvæða á Norðurlöndum. Þær eru 18 stórar og litlar eyjar sem tengjast með jarðgöngum og ferjum. Landslagið er hrikalegt og skiptast á þverhníptir klettar, grasivaxnar hæðir og dálítið af skóglendi.
Eyjarnar eru um 1.400 km2 að flatarmáli og eru minnsta landið á Norðurlöndum. Alls búa 49.864 manns á eyjunum, þar af búa rúmlega 20 þúsund í höfuðstaðnum Þórshöfn.
Færeyjar tilheyra formlega konungsríkinu Danmörku en hafa sjálfstjórn í miklum mæli. Lögþingið er æðsta stjórnvald Færeyja. Landið á ekki aðild að ESB en hefur gert fiskveiða- og viðskiptasamninga við sambandið.
Fiskveiðar eru mikilvægasta atvinnugreinin í Færeyjum en þar á eftir koma ferðaþjónusta og ullarframleiðsla. Rúmlega 97 prósent útflutnings eru fiskafurðir.
Flatarmál: 1.396 km2
Hæsti tindur: Slættartindur 882 m
Strandlengja: 1.289 km
Landamæri: 0 km
Stöðuvötn og ár: 9 km2
Meðalhitastig í Þórshöfn (1961–1990): janúar 3,4° C, júlí 10,3° C
Meðalúrkoma í Þórshöfn (2006): 1.294 mm
Íbúafjöldi 2020: 52.154 íbúar
Íbúafjöldi í höfuðstaðnum 2017: 28.885 íbúar í Þórshöfn (í sveitarfélaginu) (1)
Þjóðhátíðardagur: 29. júlí (Ólafsvaka)
Stjórnarfar: Heimastjórn – hluti af konungsríkinu Danmörku
Þing: Lögþingið (33 fulltrúar)
Aðild að Evrópusambandinu: Nei
Aðild að Atlantshafsbandalaginu: Frá 1949 (vegna aðildar Danmerkur)
Þjóðhöfðingi: Margrét Þórhildur II Danadrottning
Höfuð ríkisstjórnar (frá september 2019): Bárður á Steig Nielsen
Gjaldmiðill: Danskar krónur (DKK)
Opinber heimasíða: www.hagstova.fo
Opinbert tungumál: Færeyska
1) Sveitarfélagið Þórshöfn samanstendur af sex mismunandi þéttbýlissvæðum sem eru landfræðilega aðgreind frá Þórshöfn og teljast þess vegna ekki vera hluti bæjarins.