Fróðleiksmolar um Finnland

Finsk flag
Ljósmyndari
Søren Sigfusson/norden.org
Stöðuvötn og skógar setja svip sinn á víðerni Finnlands. Finnland er einnig þekkt fyrir farsíma, Múmínálfa og hönnun.

Finnland er oft kallað þúsund vatna landið enda þekja stöðuvötn og ár 10% landsins. Þar eru einnig stórir skógar sem þekja næstum tvo þriðju landssvæðisins og ekki nema rúmlega 6% þess er ræktanlegt land.

Í Finnlandi búa 5,5 milljónir manna. Af þeim býr um ein milljón í og við höfuðborgina Helsinki.

Í Finnlandi er stór sænskumælandi minnihluti og því eru hvort tveggja finnska og sænska opinber tungumál í landinu.

Finnland er lýðveldi Forsetinn er kjörinn í beinum kosningum og hefur raunveruleg völd í utanríkismálum, ESB-málum og hvað varðar helstu ákvarðanir í varnarmálum. Í öllum öðrum málum fer þingið með æðsta ákvörðunarvaldið.

Finnland á aðild að Evrópusambandinu og evran er gjaldmiðill. Landið á ekki aðild að NATO.

Skógvinnsla, tækniframleiðsla og málmiðnaður eru mikilvægustu tekjulindir Finnlands. 

Verg þjóðarframleiðsla nemur 28.700 evrum á hvern íbúa (2013).

Heildarflatarmál: 338.430 km2

Þurrlendi: 303.890 km2

Stöðuvötn og fallvötn: 34.540 km2

Ræktanlegt land og garðar: 22.672 km2

Skóglendi: 227.690 km2

Stærsta stöðuvatn: Saimaa 1.377 km2

Hæsti tindur: Halti, Halditjåkko (Haldefjäll) 1.324 metrar

Strandlengja meginlandsins: 6.308 km

Meðalhitastig í Helsinki (1961-1990): janúar -6.9° C, júlí 16.6° C

Meðalúrkoma í Helsinki (2005): 648 mm

Íbúafjöldi 2016: 5.503.297

Íbúafjöldi í höfuðstaðnum árið 2016: 1.138.502 íbúar (Helsinki með úthverfum) 1

Þjóðhátíðardagur: 6. desember (Sjálfstæðisdagurinn)

Stjórnarfar: Lýðveldi

Þing: Eduskunta (Riksdagen) (200 þingsæti)

Aðild að Evrópusambandinu: Frá 1. janúar 1995

Aðild að NATO: Nei

Þjóðhöfðingi (mars 2012): Sauli Niinistö, forseti

Forsætisráðherra (nóvember 2011): Juha Sipilä

Gjaldmiðill: Evra

Opinber heimasíða: www.finland.fi

Opinbert tungumál: Finnska og sænska

1) Helsinki, Espoo (Esbo), Kauniainen (Grankulla) og Vantaa (Vanda)