Fróðleiksmolar um Ísland

Islandsk landskap
Ljósmyndari
Karin Beate Nøsterud/norden.org
Norðarlega í Atlantshafi rís eldfjallaeyjan Ísland úr sæ með heitum hverum og stórbrotinni náttúru.

Ísland er 2,5 sinnum stærra en Danmörk. Aðeins rúmlega eitt prósent landsins er ræktanlegt. Stór hluti landsins er þakinn hraunbreiðum og jöklum. Í landinu búa ekki nema 356.991 manns, rúmlega helmingur þeirra í höfuðborginni Reykjavík og næsta nágrenni.

Ísland er lýðveldi með forseta sem kjörinn er í beinni kosningu. Forsetinn tilnefnir forsætisráðherra formlega. Alþingi er æðsta stofnun Íslands.

Ísland á ekki aðild að ESB en tekur þátt í Evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við EES-samninginn. Ísland er aðili að NATO.

Fiskur og aðrar sjávarafurðir eru mikilvægasta tekjulind Íslendinga. Næst á eftir kemur útflutningur á áli og járnblendi. Á síðari árum hefur mikill vöxtur verið í greinum á borð við líftækni, hugbúnað og ferðaþjónustu á Íslandi.

Verg þjóðarframleiðsla nemur 40.900 evrum á hvern íbúa (2020).

Heildarflatarmál: 103.492 km2

Snæhetta og jöklar: 10.500 km2

Stöðuvötn og fallvötn: 2.656 km2

Íslaus svæði: 92.692 km2

Ræktanlegt land, garðyrkjusvæði og ávaxtaekrur: 1.290 km2

Skóglendi: 1.907 km2

Stærsta stöðuvatn: Þingvallavatn 82 km2

Strandlengja: 6.088 km

Hæsti punktur: Hvannadalshnjúkur 2.110 m

Meðalhitastig í Reykjavík (2018): 5,1° C (hæst 23,5 °C, lægst -9,0 °C)

Meðalúrkoma í Reykjavík (2007): 890 mm

Íbúafjöldi 2020: 364,134 íbúar

Fjöldi höfuðborgarbúa 2016: 216.878 íbúar í Reykjavík (sveitarfélaginu) (1)

Þjóðhátíðardagur: 17. júní (til minningar um lýðveldisstofnun 17. júní 1944)

Stjórnarfar: Lýðveldi

Þing: Alþingi (63 sæti)

Aðild að ESB: Nei

Aðild að EES: Frá 1. janúar 1994

Aðild að NATO: Frá 4. apríl 1949

Þjóðhöfðingi: Guðni Th. Jóhannesson, forseti

Forsætisráðherra: Katrín Jakobsdóttir

Gjaldmiðill: Íslensk króna (ISK)

Obinbert vefsvæði: www.iceland.is

Opinbert tungumál: Íslenska

1) Reykjavik, Kópavogur, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.