Fróðleiksmolar um Noreg

Lysefjorden
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
Olía og fjöll er það sem margir tengja við Noreg. Ægifögur og stórbrotin náttúra teygir sig frá ströndum og klettum í suðri yfir víðáttumikið miðhálendið í miðnætursólina á Norðurkollu.

Í Noregi er mikið fjallendi, stórir skógar og heiðarlönd og þess vegna eru einungis rúmlega þrjú prósent landsins ræktanleg. Íbúar Noregs eru 5,3 milljónir þar af búa 1,2 milljónir í og við höfuðborgina Ósló.

Í Noregi er þingbundin konungsstjórn. Haraldur 5. Noregskonungur hefur engin raunveruleg pólitísk völd og Stórþingið fer með æðsta valdið. Noregur á ekki aðild að ESB en er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Noregur á aðild að NATO.

Helstu tekjulindir Norðmanna eru vinnsla og útflutningur á olíu og jarðgasi sem dælt er upp af hafsbotni. Málmiðnaður, skipaútgerð og ferðaþjónusta eru einnig mikilvægir atvinnuvegir fyrir efnahag landsins.

Verg þjóðarframleiðsla nemur 45.700 evrum á hvern íbúa (2020).

Heildarflatarmál (1): 323.781 km2

Stöðuvötn og fallvötn: 18.351 km2

Þurrlendi: 305.420 km2

Ræktanlegt land og garðar: 8.103 km2

Skóglendi: 125.301 km2

Stærsta stöðuvatn: Mjøsa 365 km2

Hæsti punktur: Galdhøpiggen 2.469 m

Strandlengja meginlandsins: 28.953 km

Landamæri: 2.562 km (landamæri að Svíþjóð: 1,630 km, að Finnlandi: 736 km, að Rússlandi: 196)

Snæhetta og jöklar: 2.790 km2

Meðalhitastig í Ósló (2018): 7,8° C (hæst 34,6 °C, lægst -15,9 °C)

Íbúafjöldi 2020: 5.367.580 íbúar

Fjöldi höfuðborgarbúa 2016: 1.281.127 íbúar í Ósló (sveitarfélaginu) (2)

Þjóðhátíðardagur: 17. maí (Stjórnarskrárdagurinn 17. maí 1814)

Stjórnarfar: Þingbundið konungsríki

Þing: Stórþingið (169 fulltrúar)

Aðild að ESB: Nei

Aðild að EES: Frá 1. janúar 1994

Þjóðhöfðingi: Haraldur 5. konungur

Forsætisráðherra (september 2013): Erna Solberg (Hægriflokknum)

Gjaldmiðill: Norskar krónur (NOK)

Obinbert vefsvæði: www.norge.no

Opinbert tungumál: Norska

1) Fyrir utan Svalbarða og Jan Mayen

2) Sveitarfélagið Ósló og Akershusfylki