Fróðleiksmolar um Svíþjóð

Ren
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
Svíþjóð er stærst Norðurlandanna og jafnframt fjölmennast. Í hugum margra er Svíþjóð tengd framleiðslu gæðabíla, járns og stáls.

Stöðuvötn og fallvötn þekja nær 10% landrýmis í Svíþjóð. Í landinu eru einnig gífurlegir barrskógar, en þar eru þó einnig 27 þúsund ferkílómetrar ræktanlegs lands.

Svíþjóð er fjölmennast Norðurlandanna með um 10 milljón íbúa. Meira en tvær milljónir manna búa í Stokkhólmi og nágrenni. Í norðurhluta landsins er strjálbýlt.

Svíþjóð er þingbundið konungsríki. Karl Gústaf XVI konungur hefur engin raunveruleg völd og þingið (Riksdagen) fer með æðsta valdið.

Svíþjóð á aðild að Evrópusambandinu en hefur haldið sænsku krónunni sem gjaldmiðli. Landið á ekki aðild að NATO.

Svíar flytja út mikið af vörum og þjónustu. Helstu útflutningsvörur eru raftæki, vélar, bílar, pappír, járn og stál.

Þjóðarframleiðsla nemur 32.700 evrum á hvern íbúa (2013).

Heildarflatarmál (1): 447.435 km2

Stöðuvötn og fallvötn: 40.124 km2

Ræktanlegt land og garðar: 25.970 km2

Skóglendi og skógræktarsvæði: 280.640 km2

Stærsta stöðuvatn: Vänern 5.648 km2

Hæsti tindur: Kebnekaise 2.106 m

Strandlengja meginlandsins: 11.530 km

Landamæri: 2.205 km (landamæri að Finnlandi 568, landamæri að Noregi 1.619 km)

Snæhetta og jöklar: 283 km2

Meðalhitastig í Stokkhólmi (1961-1990): janúar -1,7° C, júlí 17,7° C 

Mannfjöldi 2017: 9.995.153 íbúar

Íbúafjöldi í höfuðstaðnum 2017: 2.269.060 íbúar í Stokkhólmi (í sveitarfélaginu) (2)

Þjóðhátíðardagur: 6. júní (dagur sænska fánans)

Stjórnarfar: Þingbundið konungsríki

Þing: Riksdagen (349 fulltrúar)

Aðild að Evrópusambandinu: Frá 1. janúar 1995

Aðild að NATO: Nei

Þjóðhöfðingi: Carl XVI Gustaf konungur

Forsætisráðherra (október 2014): Stefan Löfven

Gjaldmiðill: Sænsk króna (SEK)

Opinber vefur: www.sweden.se

Opinbert tungumál: Sænska

1) Að meðtöldum stærstu stöðuvötnum, en að frátöldu svæðinu frá strandlengjunni að landhelgislínunni, 81.502 km2

2) Stokkhólmur, Upplands Väsby, Vallentuna, Österåker, Värmdö, Järfälla, Ekerö, Huddinge, Botkyrka, Salem, Haninge, Tyresö, Upplands-Bro, Nykvarn, Täby, Danderyd, Sollentuna, Södertälje, Nacka, Sundbyberg, Solna, Lidingö, Vaxholm, Norrtälje, Sigtuna og Nynäshamn