Fundur fólksins 2021

Fundur fólksins Island
Ljósmyndari
Fundur fólksins
Dagana 3. og 4. september 2021 fer lýðræðishátíðin Fundur fólksins fram. Lýðræðishátíðin verður haldin í Norræna húsinu í Reykjavík.

Á föstudeginum er dagskráin stíluð inn á börn og ungmenni til að virkja þau til lýðræðislegrar þátttöku og heyra þeirrar skoðanir. Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á líðan barna á Norðurlöndunum? Í samstarfi við Umboðsmann barna segja börn frá upplifun sinni af takmörkunum og breyttu daglegu lífi.

Annað mikilvægt umfjöllunarefni er umhverfismál og í tengslum við hátíðina verða kunngjörðar tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár.Þema verðlaunanna í ár er sjálfbær matvælakerfi. Tilnefningarnar verða kynntar af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og Rakel Garðarsdóttur, aðgerðarsinna og fulltrúa í dómnefnd verðlaunanna.

Í tengslum við setningu Fundar fólksins mun fulltrúi Ungra umhverfissinna varpa ljósi á niðurstöður könnunar Norðurlandaráðs meðal 2200 norræna ungmenna um kröfur þeirra er varða líffræðilega fjölbreytni.

Á laugardeginum verður fjallað um áskoranir og tækifæri á svæðinu, norræna samstöðu og hringrásarhagkerfið, og norrænar lausnir sem stuðla að því að gera Norðurlönd að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Umræðurnar fara fram í samstarfi við m.a. Norræna félagið, Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og Grænvang og viðstaddir verða stjórnmálamenn, svo sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarsráðherra Norðurlanda á Íslandi, og Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður Norðurlandaráðs æskunnar, ásamt fulltrúum atvinnulífsins.

Verið velkomin í Norræna húsið í Reykjavík eða fylgist með viðburðinum í beinni útsendingu á heimasíðu hússins (nordichouse.is) eða fundurfolksins.is og samfélagsmiðlum.

Viðburðir