Fundur fólksins 2022

Fundur fólksins Island
Ljósmyndari
Fundur fólksins
16. og 17. september í Reykjavík

Lýðræðishátíðin Fundur fólksins er haldin í Norræna húsinu í Reykjavík og nágrenni þess.

Föstudaginn 16. september verður sjónum beint að börnum og ungmennum, og laugardagurinn er frátekin fyrir öll sem hafa áhuga á þátttöku. Á báðum dögum verða viðburðir þar sem sérstök áhersla er lögð á norrænt samstarf.

Viðburðir

Tímasetningar miðast við íslenskan tíma.

16. september kl. 13.00: Fræ til framtíðar – Hvernig og hvað ræktum við á tímum loftslagsbreytinga?

Loftslagsváin skapar bæði vanda og ný tækifæri í landbúnaði. Hvernig lögum við jarðyrkju að hlýnandi loftslagi, og eru tækifæri til að auka framleiðslu og rækta nýjar tegundir nytjaplantna á norðurslóðum?

16. september kl. 14.00: Norrænar loftslagsaðgerðir – erum við samtaka?

Myndi samnorræn stefna í loftslagsmálum færa okkur nær markmiðinu um sjálfbær Norðurlönd? Og hvernig tryggjum við að sjónarmið barna og ungmenna, sem munu erfa afleiðingar loftslagsbreytinga, endurspeglist í stefnumótun?

17. september kl. 13.00: Í liði með náttúrunni: náttúrumiðaðar lausnir í þéttbýli

Hvernig getum við skapað borgarrými sem vinnur með náttúrunni en ekki á móti henni? Boðið verður upp á tvö erindi um blágrænar lausnir í borgarumhverfi og hringborðsumræður með fulltrúum frá Reykjavíkurborg, heilbrigðisgeiranum og frjálsum félagasamtökum.

17. september kl. 14.00: Græn umskipti loftslagsskúrksins – hlutverk byggingariðnaðar

Framtíð byggingariðnaðar verður að vera sjálfbær – en hvað ber framtíðin í skauti sér? Hvernig efni notum við og hvaða hlutverki gegnir arkitektúr í umskiptunum í átt að sjálfbærum byggingariðnaði?