Hér má sjá allar tillögur að tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Almenningur á Norðurlöndum hefur sent inn tillögur að tilnefningum til umhverfisverðlaunanna í ár. Norðurlandaráði hafa borist samtals 72 tillögur um alls 69 mismunandi verkefni. Hér að neðan má sjá allan listann flokkaðan eftir löndum.

Í ár renna umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs til aðila á Norðurlöndum sem hefur lagt eitthvað sérstakt af mörkum í baráttunni við loftslagsvandann og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni með náttúrumiðaðri lausn.

Öllum er frjálst að senda inn tillögur að tilnefningum. Tilkynnt verður um það við athöfn í Norðurlandahúsinu í Færeyjum hver þessara verkefna verða tilnefnd til verðlaunanna. Tilkynnt verður um vinningshafa í Helsingfors 1. nóvember 2022 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Finnlandi og hlýtur hann að launum 300 þúsund danskar krónur.