Hver vinnur verðlaun Norðurlandaráðs 2024?

Ljósmyndari
norden.org
Vinningshafar verðlauna Norðurlandaráðs 2024 verða kynntir í sérstökum sjónvarpsþætti. Þátturinn verður sýndur þann 22. október á norden.org og sjónvarpsrásum í öllum norrænu löndunum.

Þann 22. október verður hægt að fylgjast með afhendingu verðlauna Norðurlandaráðs bæði hér á norden.org og norrænum sjónvarpsrásum.

Öll þau sem eru tilnefnd verða kynnt í sérstökum sjónvarpsþætti þar sem hulunni verður jafnframt svipt af vinningshöfum ársins á sviði bókmennta, tónlistar, kvikmynda, barna- og unglingabókmennta og umhverfismála, þar sem þema ársins er sjálfbær byggingarstarfsemi. Þátturinn er framleiddur af RÚV.

Kynnir verður tónlistarmaðurinn og þáttastjórnandinn Unnsteinn Manuel Stefánsson (Retro Stefsson) og mun hann skyggnast inn í líf og störf vinningshafanna. Við fáum að kynnast því nýjasta úr heimi tónlistar, kvikmynda, bókmennta og arkitektúrs í norrænu löndunum.

Þetta verður notalegt kvöld þar sem norræn menning verður í fyrirrúmi. Þessu viltu ekki missa af!

 

Bein útsending þriðjudaginn 22. október 2024

  • Ísland: RÚV + www.norden.org sýnir þáttinn 22. október  kl. 19.40–20.45
  • Danmörk: DR2 + www.norden.org sýnir þáttinn 22. október kl. 21.40–22.45
  • Færeyjar: Kringvarpið + www.norden.org sýnir þáttinn 22. október kl. 19.45–20.45
  • Finnland: YLE + www.norden.org sýnir þáttinn 22. október kl. 22.40–23.45
  • Grænland: www.norden.org sýnir þáttinn 22. október kl. 18.40–22.45
  • Noregur: NRK + www.norden.org sýnir þáttinn 22. október kl. 21.40–22.45
  • Svíþjóð: www.norden.org sýnir þáttinn 22. október kl. 21.40–22.45
  • Annars staðar: Þættinum verður streymt á www.norden.org í rauntíma og verður hann svo aðgengilegur á eftir  

Ertu blaðamaður og viltu fjalla um verðlaun Norðurlandaráðs?

Verðlaunahafar verða tilkynntir 22. október. Útsendingunni verður streymt á Norden.org og upplýsingar verða sendar fjölmiðlum í kjölfarið.

Verðlaunahafarnir fá verðlaunagripina afhenta í móttöku á þingi Norðurlandaráðs á Íslandi 28.–31. október sem verður lokuð fjölmiðlum. Hægt verður að nálgast myndir í myndabanka okkar sama kvöld.

Hafið samband við Söru Kolka í netfangið sarkol@norden.org eða síma +45 31 22 80 83 ef spurningar vakna.