Koma svo, Norðurlönd – verum best í bekknum í líffræðilegri fjölbreytni!

Arterne på planeten
Photographer
Markus Spiske /Unsplash.com
Norðurlöndin eru best í heimi, næstum í öllu – eða? Tja, við erum ekki beint á toppnum í liffræðilegri fjölbreytni. Við náum heldur ekki markmiðunum 20 sem tengjast Samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni en lokafresturinn til að ná markmiðunum er á þessu ári. Næstum engin lönd ná þessum markmiðum.

Árið 2010 komu lönd heimsins sér saman um um 20 skýr markmið um það hvernig ætti að stöðva útrýmingu tegunda. Meðal annars á að vernda 17 prósent lands og 10 prósent sjávar. Þetta er eitt fárra þessara markmiða sem mun nást. 

Önnur markmið hafa gengið illa eftir í næstum öllum þeim 196 löndum sem hafa undirritað Samninginn um líffræðilega fjölbreytni. Árangur hefur náðst vegna fjögurra af 20 markmiðum um líffræðilega fjölbreytni en enginn árangur hefur náðst vegna sex markmiðanna. 

Markmiðin sem náðst hafa eru þau sem taka til verndunar landssvæða og lífríkis sjávar og afleiðingar slælegs árangurs urðu óþægilega greinilegar þegar rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni gaf út viðvörunarskýrslu sína um ástand lífríkis jarðar í maí 2019. 

Ein milljón tegunda er í útrýmingarhættu og margar þeirra munu jafnvel hverfa á næsta áratug. 

Á þessu ári á að semja um ný markmið um líffræðilega fjölbreytni. Leitast á við að hafa fleiri mælanleg markmið og skýrari tengingu við Heimsmarkmiðin.

Samkvæmt drögum að nýju samkomulagi á að vernda 30 prósent jarðarinnar og draga úr losun plasts og ofauðgun um helming.

Staðreyndir:

Samkvæmt Protected Planet hafa Danmörk, Ísland og Noregur verndað að minnsta kosti 17 prósent lands. Svíþjóð hefur verndað 14 prósent og Finnland 13 prósent. 

Þetta getur þú gert:

Þú getur tekið þátt í norræna ungmennaverkefninu um líffræðilega fjölbreytni. Norræna samstarfið hefur heitið því að veita ungu fólki tækifæri til þess að láta í sér heyra í samningaviðræðunum um nýju markmiðin. Fáðu nánari upplýsingar og taktu þátt í norræna leiðtogafundi ungmenna sem framundan er. Ræddu við stjórnmálafólkið þitt og hvettu það til þess að berjast fyrir sterku og bindandi samkomulagi á heimsvísu. Því fleiri raddir, því betra! 

Byrjaðu á því að safna saman vinum þínum, lesið meira og mótið skoðanir ykkar hér:

Nánari upplýsingar um norræna ungmennaverkefnið: