Kynntu þér norræna sjónvarpsþætti

Mennesker i sofa
Ljósmyndari
Alamy
Nordvision-samstarfið nær til hinna fimm ríkisreknu sjónvarpsstöðva, DR, NRK, RÚV, SVT og Yle, sem komið hafa sér saman um sameiginlega framleiðslu á 12 leiknum sjónvarpsþáttaröðum á ári. Hér á síðunni er að finna nokkrar af þeim norrænu sjónvarpsþáttaröðum sem hægt er að horfa á á netinu í gegnum ríkisreknu sjónvarpsstöðvarnar. Allar eiga þáttaraðirnar það sameiginlegt að endurspegla norræna menningu og raunveruleika.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að norrænar sjónvarpsþáttaraðir vinni til alþjóðlegra verðlauna og njóti mikilla vinsælda. Leikið, norrænt sjónvarpsefni er þekkt fyrir gæði, hvort sem um er að ræða glæpa-, gaman- eða unglingaþætti.

Á eftirfarandi lista eru tenglar á nokkrar af þeim þáttaröðum sem hægt er að horfa á endurgjaldslaust á ríkisreknu, norrænu stöðvunum – ávísun á margra klukkutíma spennu og skemmtun. Góða skemmtun.

Stefnumót/Dejta

Hlýlegir, sænskir þættir í léttum dúr sem fjalla um að lifa lífinu til fulls.

Útrás/Exit

Norsk þáttaröð sem byggð er á sönnum atburðum og segir frá fjórum milljarðamæringum í fjármálalífinu í Ósló.

Þegar rykið sest/Når støvet har lagt sig

Danskir þættir þar sem fylgst er með lífi átta einstaklinga fyrir og eftir hörmulega hryðjuverkaárás í Kaupmannahöfn.

Tvíburi/Twin

Norskir spennuþættir um tvíburabræður sem finna sannkallaða paradís fyrir brimbrettareið. 15 árum síðar talast þeir vart við eina örlagaríka nótt breytist allt.

Sveitasæla / Fred til lands

Danskir glæpaþættir um fimm einstaklinga sem leggja á ráðin um hið fullkomna morð á bæjarfíflinu.

22. júlí

Norsk þáttaröð um hryðjuverkaárásina sem framin var í Noregi hinn 22. júlí 2011.

Allt sem ég man ekki / Allt jag inte minns

Stutt, sænsk þáttaröð um móður sem þráir að skilja fráfall sonar síns.

Ósýnilegar hetjur / Invisible heroes

Söguleg, finnsk þáttaröð um baráttu tveggja finnskra diplómata til að bjarga þúsundum mannslífa í valdaráni hersins í Síle árið 1973.

Á önglinum / Koukussa II

Finnsk glæpaþáttaröð um fíkniefnalögreglumanninn Oskari sem fær heimsókn frá fyrrverandi kærustunni sinni eftir 16 ár á sama tíma og hann reynir að hafa hendur í hári kókaínsalans Kode.

Svikamylla / Bedrag III

Danskir glæpaþættir um lögreglumanninn Alf og hasssmyglarann Nicky sem báðir berjast fyrir lífi sínu heimi skipulagðrar glæpastarfsemi.

Tómarúm/Blank

Norskir þættir um tímann eftir framhaldsskóla og baráttuna við að fullorðnast.

Lífsins lystisemdir / Strömsö

Finnskir lífsstílsþættir sem fjalla um allt frá matargerð og reiðhjólum til vínsmökkunar og garðvinnu.

Kappleikur/Match

Norskir gamanþættir um Stian en líf hans líkist löngum íþróttakappleik með sigrum og ósigrum í lýsingu tveggja íþróttafréttamanna.

Um Nordvision

Nordvision er samstarf norrænu ríkisrásanna sem stofnað var til árið 1959. Aðilar að samstarfinu eru SVT (Svíþjóð), NRK (Noregi), Yle (Finnlandi), DR (Danmörku) og RÚV (Íslandi). KNR (Grænlandi), KVF (Færeyjum) og Sveriges Radio (Svíþjóð) og Utbildningsradion (Svíþjóð) eru aukaaðilar.

Meginverkefni Nordvision er að styðja og styrkja við ríkisreknu rásirnar á Norðurlöndum með samframleiðslu, samstarfi og miðlun á þekkingu. Nordvision er samhæft í gegnum ýmiss konar tengslahópa.