Námsefni með upplýsingum um Norðurlönd

Hér er að finna krækjur á efni um Norðurlönd sem hentar bæði yngri og eldri nemendum.

Efni um Norðurlönd á dönsku kennslugáttinni (Danmarks undervisningsportal)

Á dönsku kennslugáttinni EMU er til undirsíða með gagnvirku námsefni um Norðurlönd.

Norðurlönd hafa ýmislegt fram að færa

Hvert er hlutverk Norðurlanda í nýrri Evrópu? Um þetta og ýmis önnur málefni er fjallað í bókinni Norðurlönd hafa ýmislegt fram að færa. Í bókinni eru fimm kaflar eftir norrænu rithöfundana Jan Kjærstad, Henrik Nordbrandt, Einar Má Gudmundsson, Eva Ström og Kari Hotakainen. Í bókinni eru einnig upplýsingar um norrænu löndin og norrænt samstarf og ábendingar um hvar nánari upplýsingar er að finna. Bókin er gefin út í skandínavískri (danskri/sænskri/norskri), finnskri og íslenskri útgáfu.

Vetamix

Á Vetamix, kennsluefnisvef sænskudeildar finnska ríkisútvarpsins (YLE), er fjöldi myndskeiða sem segja frá Norðurlöndum og norrænum tungumálum.

Atlantbib.org

Atlantbib.org er skólaverkefni með þátttakendum frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Færeyjum. Verkefnið hefur fengið fjárhagsstuðning frá tungumálaáætlun Nordplus 2015. Bækurnar eru aðgengilegar á vefnum og eru gerðar í samstarfi kennara og nemenda í skólunum sem taka þátt í verkefninu. Bækurnar eru fræðirit og áhersla er lögð á að fjalla um það sem er líkt og ólíkt milli norrænu landanna. Nemendurnir eiga að rannsaka, skrifa, þýða og lesa upptökur af bókunum áður en þær eru birtar.

Ábendingar um norrænt námsefni

[Við þiggjum allar ábendingar um námsefni um Norðurlönd á webredaktionen@norden.org.]