Um Norrænu ráðherranefndina um jafnréttismál og LGBTI (MR-JÄM)

Sameiginleg menning, saga og lýðræðishefð Norðurlandanna hefur gert þeim kleift að þróa náið og árangursríkt samstarf á sviði jafnréttismála ásamt því að vera í fararbroddi þegar kemur að jöfnum réttindum, meðferð og tækifærum LGBTI fólks.

Sameiginleg menning, saga og lýðræðishefð Norðurlandanna hefur gert þeim kleift að þróa náið og árangursríkt samstarf á sviði jafnréttismála ásamt því að vera í fararbroddi þegar kemur að jöfnum réttindum, meðferð og tækifærum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, trans og intersex fólks (LGBTI fólks).

Jafnrétti snýst um jafna skiptingu valds, umönnunar og áhrifa og að konur/stúlkur og karlar/drengir hafi sömu réttindi, ábyrgð og tækifæri á öllum sviðum tilverunnar. Jafnrétti gerir líka kröfu um samfélag án kynsbundins ofbeldis. Til að ná markmiðinu um samfélag sem byggir á jafnrétti og réttlæti er nauðsynlegt að hafa almenna jafnréttisstefnu sem nær bæði til kvenna og karla.

Víða um heim er þrengt að réttindum og tækifærum LGBTI fólks. Á Norðurlöndum á þessu að vera öfugt farið. Norrænt samstarf að á vera í fararbroddi og styðja jafnrétti, jafnræði og jöfn tækifæri LGBTI fólks.

Jafnréttisráðherrar Norðurlandanna leiða samstarf ríkisstjórnanna á sviði jafnréttis og málefna LGBTI fólks og skipa Norrænu ráðherranefndina um jafnréttismál og LGBTI (MR-JÄM). Ráðherrarnir funda að minnsta kosti einu sinni á ári og ræða málin og taka sameiginlegar ákvarðanir á þeim sviðum þar sem norrænt samstarf er árangursríkara en þegar unnið er að málefnum í hverju landi fyrir sig – svonefnt norrænt notagildi.

Norræna embættismannanefndin um jafnréttismál og LGBTI (EK-JÄM) sem er skipuð fulltrúum allra norrænu ríkjanna og Álandseyja, Grænlands og Færeyja hittist að minnsta kosti þrisvar á ári. Embættismannanefndin leiðir starfið og undirbýr fundi ráðherranna.

Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn annast dagleg störf og framkvæmd norræna ríkisstjórnarsamstarfsins. Á skrifstofunni er einnig Menningar- og auðlindadeild sem undirbýr málefni sem meðal annars eru til meðferðar í Norrænu ráðherranefndinni um jafnréttismál og LGBTI. Skrifstofan sér einnig um að koma ýmsum málum sem samþykkt hafa verið í framkvæmd.

Ráðherranefndin á í virku samstarfi við grannsvæðin, en til þeirra teljast Eystrasaltsríkin, norðvesturhluti Rússland, Norðurskautið og svæðið við Barentshaf. Norrænir embættismenn á sviði jafnréttismála hitta samstarfsfólk sitt frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen annað hvert ár og ræða sameginleg áherslumál. Norrænt samstarf um jafnréttismál er einnig sýnilegt í alþjóðasamfélaginu, til dæmis með þátttöku í árlegum fundum kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW).

Markmið og framtíðarsýn

Pólitískur rammi norræns samstarfs um jafnréttismál og LGBTI er settur fram í samstarfsáætlun sem gildir fyrir tímabilið 2019-2024. Samstarfsáætlunin samanstendur af kafla um jafnréttismál og öðrum um málefni LGBTI. Jafnréttishlutinn inniheldur fjögur stefnumarkandi áherslusvið: 1) Vinna framtíðarinnar og hagvöxtur, 2) velferð, heilbrigði og lífsgæði, 3) völd og áhrif og 4) jafnréttisstarf með áherslu á karla og karlmennsku. Jafnrétti verður til þegar ákvarðanir eru teknar, þegar tilföngum er skipt og hefðir eru skapaðar. Því skal jafnréttissjónarmið vera til staðar í daglegu starfi alls staðar í hinu norræna samstarfi. Unnið er út frá samþættingu jafnréttissjónarmiða til að raungera þetta.

LGBTI-hlutinn inniheldur þrjú stefnumarkandi áherslusvið: 1) Frelsi og opnun, 2) lífsgæði og lífsskilyrði og 3) tengslanet og borgarasamfélag. Norrænt samstarf um réttindi LGTBI fólks hófst með formlegum hætti árið 2020. Til að segja skilið við mismunun gegn LGBTI fólki er stuðst við samtvinnun ólíkra þátta til að skilgreina og innleiða samstarfið og aðgerðir á þess vegum. Samtvinnun ólíkra þátta er skilgreind sem sjónarhorn við greiningu sem eflir vitund um og skilning á því hvernig samspil kynhneigðar, kynvitundar, kyngervis og annarra persónuþátta hefur áhrif á stöðu LGBTI-fólks á Norðurlöndum og skapar mismunandi forsendur fyrir samfélagsþátttöku á jafnræðisgrundvelli.

Áherslur og árangur

Jafnréttismál

Ráðherranefndinni er ætlað að vinna áfram að því að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið á öllum sviðum samfélagsins.

Innan áherslusviðsins „vinna framtíðarinnar og hagvöxtur“ á sviði jafnréttismála leitast Norðurlöndin, Álandseyjar, Færeyjar og Grænland við að:

  • Konur og karlar hafi jöfn tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar. Unnið verði gegn kynjaskiptu námsvali sem ryður brautina fyrir kynjaskiptan vinnumarkað.
  • Konur og karlar á Norðurlöndum taka jafnan þátt í umsjón heimilis og barna. Þetta er lykilatriði í því að skapa jöfn tækifæri til atvinnuþátttöku og tryggja jafnrétti á vinnumarkaði framtíðarinnar.

Innan áherslusviðsins „velferð, heilbrigði og lífsgæði“ á sviði jafnréttismála leitast Norðurlöndin, Álandseyjar, Færeyjar og Grænland við að:

  • Konur og karlar hafi jafnan aðgang að góðri heilbrigðis- og félagsþjónustu og að þeim verði mætt á sömu forsendum innan heilbrigðiskerfisins og í umönnun aldraðra.
  • Konur og karlar, drengir og stúlkur hafi jöfn tækifæri í almannarýminu og jafnan rétt til að sinna líkamlegu heilbrigði sínu. Vinna skal gegn kynferðislegri áreitni og birtingu neikvæðrar líkamsímyndar og staðalmynda kvenna og karla.

Innan áherslusviðsins „völd og áhrif“ á sviði jafnréttismála leitast Norðurlöndin, Álandseyjar, Færeyjar og Grænland við að:

  • Konur og karlar hafi sömu tækifæri til áhrifa og valda. Hvetja skal karla og drengi til að taka þátt í að vinna að jafnri skiptingu valds og efna í samfélaginu.
  • Ná jafnrétti í forystustöðum með fleiri konum í stjórnunarstöðum.

Innan áherslusviðsins „jafnréttisstarf með áherslu á karla og karlmennsku“ á sviði jafnréttismála leitast Norðurlöndin, Álandseyjar, Færeyjar og Grænland við að:

  • Virkja drengi og karla í vinnu að jafnréttismálum og berjast gegn stöðluðum kynjahlutverkum.

Málefni LGBTI

Innan áherslusviðsins „frelsi og opnun“ á sviði LGBTI leitast Norðurlöndin, Álandseyjar, Færeyjar og Grænland við að:

  • LGBTI fóli geti lifað frjálst og opið og notið jafnra tækifæra í lífinu á við annað fólk. Fyrirbyggja og sporna gegn mismunun og hatursglæpum. LGBTI fólk hafi sama aðgang að hreyfanleika milli Norðurlandanna og annað fólk.

Innan áherslusviðsins „lífsgæði og lífsskilyrði“ á sviði LGBTI leitast Norðurlöndin, Álandseyjar, Færeyjar og Grænland við að:

  • LGBTI-fólk hafi jafnan aðgang að líkamlegri og andlegri heilbrigðisþjónustu. Draga úr þeim mikla muni sem er á líkamlegri og andlegri heilsu LGBTI fólks og annars fólk. LGBTI fólk hafi jafnan aðgang að öllum sviðum samfélagsins.

Innan áherslusviðsins „tengslanet og borgarasamfélag“ á sviði LGBTI leitast Norðurlöndin, Álandseyjar, Færeyjar og Grænland við að:

  • Nýta þekkingu og reynslu LGBTI-samtaka borgarasamfélagsins í vinnu að jafnrétti, jafnræði og jöfnum tækifærum LGBTI fólks. Taka þátt í og efla þróun borgarasamfélags, tengslanet og miðlun reynslu í þágu áframhaldandi þróunar LGBTI-mála á Norðurlöndum.