Norræna ráðherranefndin um sjálfbæran hagvöxt (MR-VÆKST)

Samstarfi Norðurlanda á sviði atvinnu-, orku- og byggðamála er ætlað að tryggja áframhaldandi hagvöxt í löndunum. Með því að skapa umgjörð fyrir nýskapandi atvinnuumhverfi bæði í borgum og í dreifbýli munum við tryggja áframhaldandi góða samkeppnisfærni svæðisins án þess að það komi niður á umhverfi, loftslagi eða samfélaginu í heild.

Í samstarfinu er lögð sérstök áhersla á

 • Að búa til atvinnuumhverfi sem nær yfir landamæri með því að afnema stjórnsýsluhindranir fyrir fyrirtæki.
 • Að styðja við nýsköpun í norrænum fyrirtækjum og norrænt samstarf um stefnu í nýsköpunarmálum.
 • Að styrkja samstarfið við nágrannaþjóðir Norðurlandanna.
 • Að tryggja jafnvægi í svæðisbundinni þróun.

Á sviði orkumála:

 • Að tryggja gott afhendingaröryggi.
 • Samræming á norrænum raforkumarkaði.
 • Að stuðla að þróun sjálfbærra orkugjafa.
 • Að Norðurlöndin séu framarlega meðal annarra þjóða í þessari þróun.

Samstarf um byggðaþróun og skipulag byggir á að forsendur fyrir þróun og grænni umbreytingu séu ekki þær sömu alls staðar á Norðurlöndum. Samstarfið felur í sér:

 • Að stuðla að gænni þróun í þéttbýli á forsendum allra þjóðfélagshópa
 • Að stuðla að grænni þróun í dreifbýli á forsendum allra þjóðfélagshópa
 • Að þróa traustar og nýskapandi byggðir

 

Norrænir ráðherrar atvinnu-, orku- og byggðamála leiða samstarfið. Ráðherrarnir funda einu sinni á ári þar sem þeir ræða og setja af stað samstarf sem hefur gildi fyrir öll Norðurlönd.

Norræna embættismannanefndin um atvinnustefnu, Norræna embættismannanefndin um orkustefnu og Norræna embættismannanefndin um byggðastefnu sem skipaðar eru fulltrúum allra landanna sem aðild eiga að Norrænu ráðherranefndinni, stýra starfinu og hittast fjórum til fimm sinnum á ári til að undirbúa þær tillögur sem lagðar eru fyrir ráðherrana.

Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn hefur umsjón með daglegum rekstri norræna ríkisstjórnasamstarfsins.

Á skrifstofunni fer deild hagvaxtar og loftslagsmála með undirbúning þeirra verkefna sem tekin eru upp í Ráðherranefndinni um sjálfbæran hagvöxt, ásamt embættismannanefndunum sem undir hana heyra.

Í sumum tilvikum sér skrifstofan um framkvæmd ákvarðana ráðherranefndarinnar.

Á verkefnasviði nefndarinnar er fjöldi stofnana og landamæranefnda sem eru fjármagnaðar og studdar af ráðherranefndinni um sjálfbæran hagvöxt.

Stofnanirnar eru:

Samstarfsstofnanirnar eru:

Landamæranefndir

Samstarf um málefni landamærasvæða á Norðurlöndum byggir á 13 nefndum um landamærasvæði sem starfa á landamærasvæðum milli Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs.

Landamæranefndirnar vinna fyrst og fremst að því að auka samkeppnishæfni atvinnulífs landamærasvæðanna, greina stjórnsýsluhindranir og minnka þær, þróa sjálfbærar og loftslagsvænar umhverfis- og orkulausnir, þróa innviði og upplýsingamiðlun sem skiptir máli fyrir landamærasvæðin og landnýtingu á þessum svæðum. Byggðamálasvið Norrænu ráðherranefndarinnar er meðal þeirra hagaðila sem fjármagnar landamæranefndirnar.