Norræna ráðherranefndin um umhverfis- og loftslagsmál (MR-MK)

Norrænu samstarfi um umhverfismál er ætlað að vernda og bæta umhverfisgæði og lífsgæði á Norðurlöndum, hafa áhrif á svæðisbundið og alþjóðlegt samstarf og eiga þátt í að hrinda norrænni stefnu um sjálfbæra þróun í framkvæmd.

Samstarfi norrænu ríkisstjórnanna um umhverfismál er stýrt af ráðherranefndinni um umhverfis- og loftslagsmál en þeim vettvangi hittast umhverfisráðherrar norrænu ríkjanna, Álandseyja, Grænlands og Færeyja tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Liður í stefnumótunarstarfinu er að taka afstöðu til stefnumiða samstarfsins, sameiginlegra norrænna verkefna á sviði umhverfismála, norræns samstarfs í alþjóðlegu samhengi, fjármögnunar starfseminnar ásamt stefnumótun.

Forgangssvið

Á tímabilinu 2019-2024 hefur umhverfismálasviðið ákveðið að forgangsraða eftirfarandi sex sviðum:

  • Hringrásarhagkerfi
  • Loftslagsmál og loftgæði
  • Efni
  • Umhverfis- og heilbrigðismál
  • Líffræðilegur fjölbreytileiki
  • Hafið og strandsvæði 

MR-MK vinnur að því að hafa áhrif á og taka þátt í svæðisbundnum og alþjóðlegum ferlum, meðal annars loftslagsviðræður SÞ, sjálfbærnimarkmið SÞ, hringrásarhagkerfi í ESB, OECD og SÞ, alþjóðlegu kvikasilfursviðræðurnar, HELCOM og OSPAR og á Norðurskautinu og Eystrasaltssvæðinu.

Skipulag

Undir ráðherranefndina heyrir embættismannanefnd um umhverfis- og loftslagsmál (EK-MK). Embættismannanefndin um umhverfis- og loftslagsmál undirbýr og fylgir eftir vinnu ráðherranefndarinnar og sér til þess að Framkvæmdaáætlun í umhverfismálum (2019-2024) sé fylgt.

Embættismannanefndin hefur skipað vinnuhóp (AU) með fulltrúum umhverfisstofnana í löndunum, en verkefni hans er að skipuleggja og samhæfa starfið. 

Undir umhverfis- og loftslagssviðið heyra sex vinnuhópar þar sem sérfræðingar frá löndunum vinna saman um forgangsmál sviðsins.

Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn sér um daglegan rekstur. 

Annað samstarf

Löndin vinna einnig saman gegnum norræna umhverfisþróunarsjóðinn (NMF) undir norræna umhverfisfjármögnunarstofnuninni (NEFCO) um umhverfismerkið Svaninn og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.

Alþjóðlegt samstarf

Aðrar samstarfsstofnanir sem eru mikilvægar fyrir Norrænu ráðherranefndina í alþjóðlegu umhverfis- og loftslagssamstarfi eru: