Norrænar lausnir á hnattrænum áskorunum

Nordic Solutions to Global Challenges is a joint initiative by the Prime ministers of the Nordic countries. We want to invite the world to share Nordic knowledge and experiences of six priority flagship projects. These Nordic solutions will be effective tools in our common work to reach the United Nations Sustainability Goals before the year 2030.

Norrænar lausnir á hnattrænum áskorunum er samstarfsverkefni forsætisráðherra mest samþætta svæðis heimsins. Norðurlöndin stuðla að sjálfbærni og árangri við að uppfylla sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna með því að miðla þekkingu á þremur sviðum: Nordic Green (Norrænt grænt), the Nordic Gender Effect (Norrænu jafnréttisáhrifin) og Nordic Food & Welfare (Norrænn matur og velferð).

Forsætisráðherrar Norðurlandanna tóku þá ákvörðun í október 2015 að kynna nýtt verkefni þar sem sjónum er beint að norrænum lausnum á hnattrænum samfélagslegum áskorunum. Norðurlandaþjóðirnar hafa unnið að því lengi að auka sjálfbærni landanna.

Markmiðið er að kynna norrænar lausnir og nýsköpun sem beinist að brýnustu hnattrænu málefnunum. Forsætisráðherrarnir vilja miðla þekkingu í tengslum við sex flaggskipsverkefni á sviði grænna Norðurlanda, norrænna jafnréttisaáhrfia og norræns matar og velferðar.

Með því að virkja breiðan hóp sérfræðinga í stefnumótun, vísindafólks, aðila innan einkageirans og Norræn sendiráð, útflutningsráð og alþjóðlega hagsmunaaðila, koma flaggskipsverkefnin til móts við vaxandi alþjóðlegan áhuga á norrænni stefnumótun og afurðum á sviði sjálfbærni.

Nordic Gender Effect

The Nordic Gender Effect at Work kynnir norræna fjárfestingu í jafnrétti - lausnir varðandi foreldraorlof, barnagæslu, sveigjanlegan vinnutíma og jafnrétti í stjórnunarstöðum og dregur fram efnahagslegan og félagslegan ávinning af jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Nordic Food & Welfare

Nordic Food Policy Lab miðlar reynslu af norrænni stefnumörkun um næringu, matarsóun og ný norræn matvæli og höfðar til þátttöku neytenda í umbreytingu til sjálfbærrar matarvælastefnu.

Nordic Welfare Solutions byggir upp samstarf milli útflutningssamtaka og fyrirtækjasamsteypa til þess að kynna, sýna og flytja út lausnir innan skilgreindra norrænna styrkleikasviða, svo sem stafrænnar væðingar heilbrigðiskerfisins og sjálfbærra sjúkrahúsa.

NordicGreen

Nordic Sustainable Cities leggur áherslu á að byggja upp samstarfsnet og flytja út sjalfbærar lausnir varðandi borgarþróun í nánu samstarfi við staðbundna aðila og fyrirtæki.

Nordic Energy Solutions leitast við að deila með öðrum heimshlutum norrænum orkulíkönum og þekkingu af orkumarkaðinum heima fyrir og liðsinna við hönnun endurnýjanlegra orkukerfa og áhugaverðra markaða.

Nordic Climate Solutions beinir sjónum að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneyta, Fossil Fuel Subsidy Reform (FFSR), og því hvernig taka megi upp framsæknar norrænar lausnir á sviði umhverfishagfræði, grænnar tækni og umhverfsistefnu í þróunarlöndum.