Norrænn vinnuhópur um umhverfis- og efnahagsmál (NME)

Vinnuhópur um umhverfis- og efnahagsmál er þverlægur vinnuhópur. Starfsumboð hans ákveða sameiginlega umhverfis- og loftslagsmálasvið og fjármálasvið Norrænu ráðherranefndarinnar (NMR). Meginverkefni vinnuhópsins er að fjalla um hagrænar aðgerðir í umhverfismálum sem eru í hag allra norrænu landanna.

Vinnuhópurinn um umhverfis- og efnahagsmál er þverlægur vinnuhópur. Hlutverk hans ákveða sameiginlega umhverfis- og loftslagsmálasvið og fjármálasvið Norrænu ráðherranefndarinnar (NMR). Meginmarkmið vinnuhópsins er að stuðla að efnahagslegri þróun sem byggir á sjálfbærum framleiðslu- og neyslumynstrum og rjúfa tengingu milli umhverfisálags og hagvaxtar. Leitast er við að tengja verkefni hópsins norrænum og alþjóðlegum, einkum evrópskum ferlum. Í því skyni tekur hópurinn þátt í umræðunni, semur skýrslur og kynnir niðurstöður verkefna. Niðurstöður verkefna skulu skipta máli bæði út frá sjónarhóli umhverfis- og efnahagsmála.

Hvert norrænt ríki á tvo fulltrúa í vinnuhópnum, einn frá hvoru sviði. Einnig eru í hópnum fulltrúar frá sjálfstjórnarsvæðunum Álandseyjum og Grænlandi.

Vinnuhópur um umhverfis- og efnahagsmál heldur tvo fundi á ári. Á vorfundum er rætt um yfirstandandi verkefni, hugmyndir að verkefnum á komandi ári og mál sem eru í brennidepli, t.a.m. málefni Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Á haustfundum er meðal annars starfsáætlun og fjárhagsáætlun komandi árs ákveðin.

Vinnuhópur um umhverfis- og efnahagsmál er með ritara í 70% starfi. Formaður vinnuhópsins er úr röðum nefndarfulltrúa og tekur hann verkið að sér í tvö ár í senn. Fjárveiting hópsins nemur um tveimur milljónum danskra króna á ári. Starfsemi og forgangsverkefnum NME er nánar lýst í árlegri starfsáætlun.

Contact information