Norrænt samstarf um vinnumál

Kvinde ved computer ved Nordisk Råds session 2015 i Reykjavik. 

Kvinde ved computer ved Nordisk Råds session 2015 i Reykjavik. 

Photographer
Johannes Jansson
Vinnumálin skipta miklu máli fyrir þróun norrænu velferðarsamfélaganna, fyrir atvinnulífið og fyrir einstaklinginn. Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður er hornsteinn norræns samstarfs. Samstarfið um vinnumál tekur til atvinnuþátttöku og atvinnumarkaðar ásamt vinnuumhverfis og vinnuréttar.

Norræni vinnumarkaðurinn stendur frammi fyrir verulegum breytingum sem meðal annars eru afleiðingar lýðþróunar, aukinnar alþjóðavæðingar og alþjóðlegrar samkeppni. Hröð tækniþróun hefur áhrif á eftirspurn, hæfnikröfur, skipulag og innihald atvinnulífsins. Þróunin skapar fjölda nýrra tækifæra en að sama skapi er hætt við að hún hafi verulegar áskoranir í för með sér.

Norrænt samstarf um vinnumál rannsakar, greinir og ræðir líkindi, mismun og bestu starfsvenjur sem tengjast sameiginlegum áskorunum. Samstarfið veitir hugmyndum inn í stefnumótun hvers lands og gefur möguleika á að samhæfa sjónarmið á sviðum þar sem löndin geta náð betri árangri saman.

Norrænt samstarf um vinnumál nær til eftirfarandi sviða:

Atvinnuþátttaka og atvinnumarkaður

Í norræna samstarfinu um atvinnuþátttöku og atvinnumarkað er sérstök áhersla lögð á að styðja við að saman fari framboð og eftirspurn eftir vinnukrafti ásamt því að stuðla að sem mestri atvinnuþátttöku kvenna og karla og að sem fæstir séu utan vinnumarkaðar til langframa. Ungt fólk, fólk sem er fætt erlendis og fólk sem hefur litla formlega hæfni eru dæmi um samfélagshópa þar sem sérstök hætta er á atvinnuleysi. Þörf verður á að styrkja þróun á hæfni sem er aðlöguð að þörfum norræna vinnumarkaðarins.

Vinnuvernd

Á sviði vinnuréttar eru markmiðin þau að styrkja gott vinnuumhverfi, bæði líkamlegt og andlegt, fyrir konur og karla, meðal annars með því að koma í veg fyrir atvinnutengda sjúkdóma og skaða, ásamt því að stöðva óásættanleg starfskjör og félagsleg undirboð/vinnumarkaðsglæpi. Hér er áhersla lögð á miðlun reynslu og þekkingar um áhrifaríka stefnumótun varðandi vinnuvernd og eftirlitsaðferðir. Með því að auka skilning á jákvæðum áhrifum góðs vinnuumhverfis á framleiðslu er hægt að auka þá athygli sem beinist að norrænum lausnum og samkeppnishæfni.

Vinnuréttur

Á sviði vinnuréttar er forgangsraðað að tryggja jafnvægi milli verndar starfsfólks og sveigjanleika atvinnulífsins ásamt því að tryggja öruggar aðstæður á vinnumarkaði og aðlaga og þróa norræna vinnumarkaðslíkanið sem byggir á þríhliða samráði launafólks, samtaka atvinnurekenda og stjórnvalda. Einnig er lögð áhersla á Evrópusambandsmál, svo sem fyrstu stig lagasetningar, yfirstandandandi samningaviðræður, framkvæmd ESB-löggjafar og úrskurði Evrópudómstólsins.

Gildi samstarfsins fyrir almenning

Norrænt samstarf um vinnumál þýðir að íbúar á Norðurlöndum munu geta gengið að því að ráðningarkjör og vinnuumhverfi sé nokkurn veginn sambærilegt í norrænu löndunum. Búið er í haginn fyrir hreyfanlegan norrænan vinnumarkað sem gerir það að verkum að einfaldara verður fyrir einstaklinga að fara á milli vinnustaða sem eru ekki í sama norræna landinu. Norrænt samstarf til þess að draga úr stjórnsýsluhindrunum stuðlar að því að regluverk sé aðlagað og að upplýsingar um það sem er ólíkt verði aðgengilegri.

Ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára getur orðið sér úti um reynslu á vinnumarkaði frá öðru norrænu ríki, kynnt sér atvinnulíf, menningu og tungumál í öðru norrænu ríki í gegnum Nordjobb. Á hverju ári nýta um 750 ungmenni á Norðurlöndum framboð Nordjobb.

Vísindamenn samnorræna þekkingu og stundað sérhæft framhaldsnám gegnum námstilboð NIVA.

Í netmiðlinum Arbeidsliv i Norden er fjallað um fréttir og bakgrunnsefni um vinnumarkað, vinnuumhverfi og vinnuréttarleg málefni sem tengjast norræna vinnumarkaðslíkaninu. Arbeidsliv í Norden vill í greinum sínum draga fram hvernig breytingar vegna nýrrar tækni, stafrænnar væðingar, alþjóðavæðingar og lýðþróunar hefur áhrif á atvinnulífið og gerir nýjar kröfur til launafólks, atvinnurekenda, stjórnvalda og samtaka launafólks og atvinnurekenda.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um ýmis úrræði á sviði norræns samstarf um vinnumál í samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumál 2018–2021.

Framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um Framtíðarsýn okkar 2030

Í framkvæmdaáætluninni er lýst hvernig Norræna ráðherranefndin hyggst vinna að því að ná markmiðum framtíðarsýnarinnar með fjölmörgum verkefnum sem tengjast þremur stefnumarkandi áherslum: Græn Norðurlönd, samkeppnishæf Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Tólf markmið hafa verið sett fyrir þessar stefnumarkandi áherslur. Hinar stefnumarkandi áherslur og markmið vísa veginn í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar næstu fjögur árin. Framkvæmdaáætluninni er skipt í tólf hluta og fjallar hver þeirra um eitt markmið.