Norrænt samstarfi um stafræna væðingu

Unge kvinder med telefoner
Ljósmyndari
Benjamin Suomela / Norden.org
Sú framtíðarsýn að Norðurlöndin og Eystrasaltssvæðið verði samþættasta svæði heims er leiðarljós í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar.

Markmið Norrænu ráðherranefndarinnar um stafræna væðingu eru stafrænn innri markaður á Norðurlöndum og Eystrasaltssvæðinu og nánara stafrænt samstarf og þróun á samtengdum stafrænum innviðum fyrir almenna borgara, fyrirtæki og stjórnsýsluna á svæðinu.

Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin eru meðal þeirra landa heims þar sem stafræn þróun er lengst komin og nýsköpun hvað mest en til þess að hægt verði að nýta tækifærin sem í þessu felast verður að samþætta enn frekar á svæðinu og efla nýsköpun. Norræna ráðherranefndin um stafræna væðingu vinnur að fjölþjóðlegum lausnum á vandamálum sem almennir borgarar og fyrirræki allra aðildarlandanna standa frammi fyrir ásamt því að efla nýsköpunartækni og styðja frumkvöðla við að búa til nýja þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki á svæðinu öllu. Með þessu á að skapa grundvöll fyrir því að tækifærin nýtist.

Í Norrænu ráðherranefndinni um stafræna væðingu (MR-Digital) sitja ráðherrar og fulltrúar frá Norðurlöndundum og Eystrasaltsríkjunum. Það vinnur að því að efla stafræna væðingu í löndunum og milli þeirra. Eitt af forgangssviðunum er að búa til stafrænan innri markað á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, annað er að efla nýsköpun á sviði stafrænna lausna.

Stafræn væðing er þverfaglegt svið sem teygir anga sína til allnokkurra ráðherranefnda í norræna samstarfinu. Vinnan að stafrænni væðingu byggir á ráðherrayfirlýsingunni (krækja) sem varð til á Digital North ráðstefnunni í Ósló, 25. apríl 2017.

Norræna ráðherranefndin um stafræna væðingu (MR-DIGITAL) var stofnuð til bráðabirgða til þess að efla starf sem tengist stafrænni væðingu og samhæfa aðgerðir sem ætlað er að fylgja eftir markmiðum yfirlýsingarinnar. Ráðherranefndin starfar árin 2017 til 2020 og heldur utan um starf ráðherra og fulltrúa norrænu ríkjanna og Eistlands, Lettlands og Litháen. Verkefni sem tengjast stafrænni væðingu eru rekin innan þessarar nefndar og markmið er að efla þróun á þremur sviðum:

  1. Stafræn þjónusta yfir landamæri (Cross-border digital services)
  2. Stafræn nýsköpun sem beinist að fyrirtækjum (Digital innovation)
  3. Framkvæmd innri stafræns markaðar Evrópusambandsins (Completion of the EU digital single market)

Til þess að efla þessi svið setja MR-DIGITAL og aðildarlöndin á fót verkefni sem hvert og eitt er rekið af einu ríki en eru samhæfð og stýrt sameiginlega gegnum MR-DIGITAL. Nánar upplýsingar um forgangsverkefni á sviði stafrænnar væðingar:

Framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um framtíðarsýn fyrir árið 2030

Framkvæmdaáætlunin lýsir því hvernig Norræna ráðherranefndin mun vinna að því að uppfylla markmið framtíðarsýnarinnar með röð verkefna sem tengjast þremur stefnumarkandi áherslum: Græn Norðurlönd, samkeppnishæf Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Tólf markmið hafa verið sett fyrir þessar stefnumarkandi áherslur. Stefnumarkandi áherslurnar og markmiðin munu vísa veginn í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar næstu fjögur árin. Framkvæmdaáætlunin er í tólf hlutum og fjallar hver þeirra um eitt markmið