Rýnt nánar í nokkur áherslusvið

Painting
Ljósmyndari
Bench Accounting, Unsplash
The State of the Nordic Region er gefið út annað hvert ár og til viðbótar við fasta kafla um lýðfræði, efnahag, vinnuafl og menntun eru þar nokkrir áherslukaflar þar sem sjónum er beint að mismunandi þáttum milli ára. Þessir kaflar eru valdir vegna þess að þeir endurspegla stefnumál sem eru ofarlega á baugi í heiminum eða vegna þess að þeir varpa ljósi á staðbundna stefnumörkun á Norðurlöndum.

Í State of the Nordic Region 2018 er áherslusviðin lífhagkerfi, stafræn tæknivæðing, heilsa og velferð ásamt menningu og listum.

Hið nýja lífhagkerfi og þróunin öll frá hagkerfi sem byggir á jarðaefnaeldsneyti til hagkerfis sem byggir á vistvænum orkugjöfum er svið sem felur í sér gríðarlega möguleika á öllum Norðurlöndum. Lífhagkerfið er þegar orðið um 10% af heildarefnahag Norðurlandanna og þar við bætast möguleikar á sviðum eins og fiskveiðum, fiskeldi, skógrækt og líforku.

Þegar kemur að stafrænni tæknivæðingu eru Norðurlandaþjóðirnar í fararbroddi með tilliti til umfangs breiðbands og Norðurlöndin eru með stafrænustu svæðum heimsins og hafa þróaðasta stafræna framboð efnis frá ríkisfjölmiðlum.

Þrátt fyrir þá skuldbindingu að viðhalda velferðarsamfélaginu þá felast áskoranir á afskekktum svæðum þegar kemur að heilsugæslu og þjónustu. Stafrænar lausnir á sviði heilbrigðisþjónustu gætu verið svarið við þessum vaxandi félagslega ójöfnuði.

Loks er það svo að norrænt samstarf byggir að verulegu leyti á þeirri staðreynd að þjóðirnar fimm ásamt sjálfsstjórnarsvæðunum þremur á Norðurlöndum deila afar svipuðu verðmætamati og venjum. Engu að síður er ljóst að breytileiki er til staðar milli mismunandi hluta Norðurlanda þegar kemur að menningarneyslu og -venjum.

Hlaðið niður áhersluköflum skýrslunnar:

Upplýsingar veitir