Samstarf Norðurlanda í félagsmálum

Mennesker ved bro
Ljósmyndari
Yadid Levy / Norden.org
Norðurlönd starfa saman að aðgerðum á sviði félagsmála sem eiga að stuðla að því að meginmarkmið félags- og heilbrigðisgeirans um að tryggja félagslegt öryggi á Norðurlöndum náist, að markvisst verði unnið að fyrirbygjandi starfi og að því að auka gæði og öryggi í félags- og heilbrigðisgeiranum og að því að efla nýsköpun og rannsóknir.

Mikill hluti þess starfs sem fer fram í félagsmálum í tengslum við verkefni og skipti á reynslu er í umsjón Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar. Meginaðsetur stofnunarinnar er í Stokkhólmi en jafnframt er rekin skrifstofa í Helsinki.

Norræna velferðarmiðstöðin hrindir verkefnum í framkvæmd, miðlar þekkingu á sviði velferðarmála, styður samstarfsnet sérfræðinga frá norrænu löndunum og stuðlar að auknu samstarfi um rannsóknir. 

Á vef stofnunarinnar eru nánari upplýsingar um hlutverk hennar og starfsemi.