Samstarf Norðurlanda í félagsmálum

Mennesker ved bro
Photographer
Yadid Levy / Norden.org
Norðurlönd starfa saman að aðgerðum á sviði félagsmála sem eiga að stuðla að því að meginmarkmið félags- og heilbrigðisgeirans um að tryggja félagslegt öryggi á Norðurlöndum náist, að markvisst verði unnið að fyrirbygjandi starfi og að því að auka gæði og öryggi í félags- og heilbrigðisgeiranum og að því að efla nýsköpun og rannsóknir.

Mikill hluti þess starfs sem fer fram í félagsmálum í tengslum við verkefni og skipti á reynslu er í umsjón Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar. Meginaðsetur stofnunarinnar er í Stokkhólmi en jafnframt er rekin skrifstofa í Helsinki.

Norræna velferðarmiðstöðin hrindir verkefnum í framkvæmd, miðlar þekkingu á sviði velferðarmála, styður samstarfsnet sérfræðinga frá norrænu löndunum og stuðlar að auknu samstarfi um rannsóknir. 

Á vef stofnunarinnar eru nánari upplýsingar um hlutverk hennar og starfsemi.

Framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um framtíðarsýn fyrir árið 2030

Framkvæmdaáætlunin lýsir því hvernig Norræna ráðherranefndin mun vinna að því að uppfylla markmið framtíðarsýnarinnar með röð verkefna sem tengjast þremur stefnumarkandi áherslum: Græn Norðurlönd, samkeppnishæf Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Tólf markmið hafa verið sett fyrir þessar stefnumarkandi áherslur. Stefnumarkandi áherslurnar og markmiðin munu vísa veginn í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar næstu fjögur árin. Framkvæmdaáætlunin er í tólf hlutum og fjallar hver þeirra um eitt markmið.