Samstarfsáætlanir (MR-A)
Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar í vinnumálum 2018–2021
Sameiginlegur vinnumarkaður er hornsteinn í norrænu samstarfi. Mikið og hæft vinnuafl er verðmætasta auðlind landanna og leggur grunn að samkeppnishæfum norrænum vinnumarkaði og þróun norræna velferðarsamfélagsins.
Um leið stendur norræni vinnumarkaðurinn frammi fyrir verulegum áskorunum sem eru afleiðingar af lýðfræðilegri þróun, aukinni hnattvæðingu, tækniþróunar og alþjóðlegrar samkeppni.
Í Samstarfsáætlun í vinnumálum fyrir tímabilið 2018–2021 er bent á nokkur helstu viðfangsefnin á þessu starfssviði og hvernig norrænt samstarf geti lagt sitt af mörkum til að bregðast við þeim.
Hér má nálgast áætlunina: