Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni norðurskautssvæðisins 2018–2021

Norske samer

Norske samer 

Ljósmyndari
Karin Beate Nøsterud/norden.org
Ný samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni norðurskautssvæðisins tekur gildi 1. janúar 2018. Áætlunin rennur út 31. desember 2021. Meginmarkhópur hinnar nýju áætlunar eru íbúar norðurslóða. Tilgangur hennar er að stuðla að sjálfbærum lífsskilyrðum fyrir fólk sem býr á norðurskautssvæðinu.

Markmið áætlunarinnar

Markmiðið með Norrænu samstarfi um norðurskautssvæðið, nýrri samstarfsáætlun um norðurskautssvæðið, er að skapa sjálfbæra og uppbyggilega þróun norðurslóða og íbúa þeirra. Áhersla er lögð á fjórir víddir en þær eru:

  • Planet (plánetan)
  • Peoples (íbúarnir)
  • Prosperity (hagvöxtur og velmegun) og
  • Partnership (alþjóðleg samvinna)

Alþjóðleg samvinna hefur löngum verið mikilvægur þáttur í áætluninni og áfram verður mikil áhersla lögð á þverlægt alþjóðlegt samstarf.  

Mikilvægt er að áætlunin komi til móts við sértækar þarfir á norðurslóðum. Í því sambandi gegna hin 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og 2030-dagskráingrundvallarhlutverki.

Hin nýja samstarfsáætlun um málefni norðurslóða styður sýn Norrænu ráðherranefndarinnar Saman erum við öflugri um nýskapandi, sýnileg og opin Norðurlönd án landamæra. Þá er markmiðið að framfylgja hinum þremur þverlægu stefnum Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnrétti, sjálfbæra þróun og málefni barna og ungmenna út frá aðstæðum á norðurslóðum.

Fjárhagsáætlun áætlunarinnar

Fjárhagsáætlun samstarfsáætlunarinnar um málefni norðurslóða skiptist í tvo hluta.

  • Annar hlutinn felst í pólitískri forgangsröðun þar sem löndunum gefst kostur á að hefja pólitísk forgangsverkefni og -aðgerðir.
  • Hinn hlutinn er umsóknarferli sem er opið öllum umsækjendum, sem uppfylla markmið og kröfur áætlunarinnar.

Umsóknir um styrki

Norræna rannsóknarstofnunin Nordregio hefur umsjón með umsóknarferlinu. Styrkveitingar ráðast af tillögum skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar og meðmælum aðildarlandanna. Norræn ráðgjafarnefnd um málefni norðurslóða (NRKA) heldur utan um meðmæli landanna.

Krækjur