Skipulag verkefnis

Skulptur Britt Smelvær
Ljósmyndari
Oddleiv Apneseth/norden.org
Verkefnið „Profilering og positionering af Norden“ („Að kynna Norðurlönd og skapa þeim stöðu“) heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, en efnt var til þess að beiðni norrænu samstarfsráðherranna.

Yfirumsjón með verkefninu „Profilering og positionering af Norden“ hefur framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.  

Sviðsstjóri samskiptasviðs Norrænu ráðherranefndarinnar hefur umsjón með yfirstandandi starfi innan verkefnisins.

Um daglegan rekstur verkefnisins sér sérstakur verkefnisstjóri.

Einnig hefur starfshópur verið stofnaður um verkefnið. Hlutverk starfshópsins er að koma að útfærslu kynningaráætlunar og vera tengiliður verkefnastjóra til deilda Norðurlandaráðs.

Ráðgjafarhópur

Enn fremur hefur norrænn ráðgjafarhópur verið skipaður um verkefnið. Í honum sitja fulltrúar allra norrænu landanna. Auk þess að sinna ráðgjafarhlutverki á hópurinn að sjá Norrænu ráðherranefndinni fyrir upplýsingum um og þekkingu á verkefnum og aðgerðum sem ætlað er að kynna Norðurlöndin á alþjóðavettvangi. Hópurinn á enn fremur að haga upplýsingagjöf sinni þannig að tryggt verði að norrænu löndin og Norræna ráðherranefndin geti samhæft starfsemi sína við aðra aðila og þannig varnað því að aðgerðir skarist.

Hópurinn hefur ráðgefandi hlutverk við mótun, framkvæmd og eftirfylgni aðgerða og verkefna sem tengjast áætluninni um að kynna Norðurlöndin á alþjóðavettvangi.Embættismannanefnd er skipuð einum fulltrúa frá hverju hinna fimm landa.

Fulltrúar í ráðgjafarhópnum: 
 

Sima Al-khafaji og Meira Pappi, Finnlandi

Hanne Brusletto, Noregi

Per Sjönell og Elenore Kanter, Svíþjóð

Sveinn Birkir Björnsson, Íslandi

Christine Pii Hansen, Danmörku

Pall Nolsøe, Færeyjum

Tanny Por, Grænlandi

Tiina Björklund, Álandseyjum