Staðbundin tækifæri á margbreytilegum Norðurlöndum

Running track
Photographer
Austris Augusts
Oft er litið á Norðurlöndin sem afar félagshagfræðilega einsleitt svæði með lönd eins og Danmörku, Finnland, Ísland, Noreg og Svíþjóð ásamt Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum sem á margan hátt virðast afar svipuð. En staðan er langt frá því að vera svo einföld.

Löndin og sjálfstjórnarsvæðin sem taka þátt í norrænu samstarfi skiptast í 74 stjórnsýslueiningar sem eru ótrúlega mismunandi á margan hátt. Þó að umtalsverður munur sé bæði milli landa og svæða þá eru líkindin nægilega mikill til þess að samanburður verður marktækur.

Svæðisbundin væntingavísitala (RPI) sem kynnt er í State of the Nordic Region 2018 ber þannig saman þessi 74 svæði og gerð er tilraun til að meta fjölbreytileika en einnig þróunarmöguleika hvers svæðis í samanburði við hin svæðin. Vísitalan er byggð á því hvernig hvert og eitt svæði birtist með tilliti til lýðfræðilegra þátta, vinnuafls og efnahags og hún byggir á hefðbundnum stöðlum fyrir hagskýrslur.

Niðurstaða væntingavísitölunnar árið 2018 sýnir að þéttbýlissvæði eru áfram á toppnum. Samt sem áður eru miklar hreyfingar neðar á listanum. Svæðin sem hafa hækkað á listanum eru fyrst og fremst á Íslandi, í Svíþjóð og Færeyjum en svæðin sem hafa lækkað á listanum eru yfirleitt í Noregi og Finnlandi meðan Danmörk er í nokkurs konar jafnvægi.

Hlaðið niður svæðisbundinni væntingavísitölu:

Upplýsingar veitir

Julien Grundfelder, Nordregio, julien.grundfelder@nordregio.org