Staðreyndir um verðmæti kynjajafnréttis

Það gerist oft í alþjóðlegum umræðum að norrænir ræðumenn halda því fram að jöfn réttindi kvenna og karla styrki hagkerfið og auki farsæld. Stundum vekja ummælin jákvæð viðbrögð og forvitni en það kemur líka fyrir að þeim sé vísað á bug sem draumórum eða sjálfshóli.

The Secretary General's blog

Dagfinn Høybråten, Secretary General

Um þessar mundir er víða áhugi á því að rýna betur í þessa fullyrðingu, alla vega að einhverju leyti. Víða um lönd er hætt við að hagvöxturinn staðni vegna þess að íbúum fækkar og meðalaldur þeirra hækkar. Kvenna er þörf á vinnumarkaðnum.

Ný skýrsla OECD, „Is the Last Mile the Longest? Economic Gains from Gender Equality in Nordic Countries“ gæti ekki komið á heppilegri tíma. Þar stendur skýrum stöfum að jafnréttisstefnan á Norðurlöndum hafi ráðið úrslitum um hagvöxt undanfarinna 40–50 ára.

Niðurgreiddir leikskólar fyrir alla, rausnarlegt og launað fæðingarorlof með atvinnuöryggi hafa haft mikil og bein áhrif á atvinnuþátttöku kvenna á Norðurlöndum.

Í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og á Íslandi á hin aukna atvinnuþátttaka kvenna á undanförnum 40–50 árum heiðurinn af 10–20 prósenta aukningu á vergri þjóðarframleiðslu á íbúa segir í OECD-skýrslunni sem unnin var að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar.  Það sem OECD telur athyglisverðast er að tekist hefur að viðhalda eða bæta atvinnuþátttöku sem þó var mikil fyrir á áttunda áratug síðustu aldar.

Árið 2016 voru 72 prósent norrænna kvenna á vinnumarkaði en sú tala er töluvert hærri en meðaltalið í OECD sem var 59,4 prósent

Þegar við hjónin eignuðumst tvíbura fyrir rúmum þrjátíu árum áttu mæður rétt á tólf vikna fæðingarorlofi í Noregi. Ekkert slíkt stóð feðrum til boða. Leikskólakerfið var ekki fullbyggt á þeim tíma.  Við hjónin tókum ákvörðun sem var ekki algeng á þessum árum en hún var sú að konan mín fór snemma aftur að vinna á meðan ég gætti heimilis og barna.

Lokaspretturinn kann að verða sá lengsti segir í OECD-skýrslunni en þegar norrænu löndunum tekst að brúa bilið milli kvenna og karla á vinnumarkaði geta vergar þjóðartekjur á íbúa aukist um 15–30 prósent eftir löndum.

Dagfinn Høybråten, Secretary General

Sú reynsla styrkti mig í trúnni á jafnrétti kynjanna og ég er hreykinn af mínu framlagi til þróunar á fæðingarorlofinu í Noregi – orlofskerfi sem hvetur feður til að axla sína ábyrgð á foreldrahlutverkinu.  Sums staðar á Norðurlöndum krefst atvinnulífið þess að hluti fæðingarorlofsins verði eyrnamerktur feðrunum. Vísað er til þess að ekki fyrr en tekist hefur að brjótast úr viðjum vanans og karlar verða í aðstöðu til að axla sína ábyrgð á heimili og börnum mun þeim konum sem færastar eru takast að axla forystuhlutverk í atvinnulífinu.

Þessi rök sýna að jafnrétti, sem í sjálfu sér er verðmæt grundvallarmannréttindi, hefur mikil áhrif á samkeppnisfærni og hagvöxt.

Lokaspretturinn kann að verða sá lengsti segir í OECD-skýrslunni en þegar norrænu löndunum tekst að brúa bilið milli kvenna og karla á vinnumarkaði geta vergar þjóðartekjur á íbúa aukist um 15–30 prósent eftir löndum.  Gagnsemi OECD-skýrslunnar felst í því að hún rennir vísindalegum stoðum undir hagræn rök fyrir jafnrétti. Nú er óhætt að halda því fram að kynjajafnrétti sé ekki aðeins réttur kostur heldur einnig snjall kostur því við höfum tölur og staðreyndir því til sönnunar. Hér eru engir draumórar á ferð.

Hala niður skýrslunni: