Starfshópur 3: Sjálfbærar borgir og borgarþróun
Áskorunin felst í því að vöxturinn verði snjall og að ekki myndist borgir þar sem umhverfisáhrif eru mikil, vinna þarf gegn aðgreiningu, skapa aðlaðandi umhverfi fyrir alla, nýta möguleika stafrænnar tæknivæðingar til þess að þróa snjallar borgir, ásamt því að brúa bilið milli borganna og hinna dreifðu byggða sem umlykja þær. Máli skiptir að norrænar borgir séu aðlaðandi, skilvirkar og öruggar fyrir alla. Borgarþróun á Norðurlöndum hefur verið svipuð í sögulegu samhengi og sömuleiðis eru borgirnar áþekkar varðandi skipulag og stjórnkerfi. Samt sem áður er munurinn, bæði innan hvers lands og milli landanna, nægilega mikill til þess að borgirnar ættu að geta nýtt reynslu hver annarrar af þróun borga og bæja. Það er áhugavert að fylgjast með og tengjast verkefninu „Nordic Built Cities“ þar sem áhersla er lögð á umhverfisvænar byggingar, arkitektúr og borgarþróun - ekki síst þegar kemur að útflutningi hugmynda sem þróa má frekar innan ramma skipulags og sjáfbærrar borgarþróunar.
Nordregio, alþjóðleg fræðastofnun í skipulags- og byggðamálum sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, ber ábyrgð á skrifstofu starfshópsins.