Starfsreglur um samstarf Norrænu ráðherranefndarinnar við Norðvestur-Rússland

Karelske republik
Ljósmyndari
Jens Nytoft Rasmussen/norden.org
Norræna ráðherranefndin leggur mikla áherslu á náið samstarf við héruðin í Norðvestur-Rússlandi. Samstarfið miðar að því að mynda samstarfsnet þvert á landamærin og að því að styrkja lýðræðisþróun.

Starfsreglur fyrir samstarfið við Norðvestur-Rússland voru samþykktar af samstarfsráðherrunum og Norðurlandaráði árið 2013.

Samstarfið við Norðvestur-Rússland getur farið fram á öllum sviðum þar sem Norðurlönd og Rússland eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. Einkum er þó lögð áhersla á eftirfarandi svið þar sem jákvæð þróun mála kemur Norðurlöndum til góða:

  • Styrking lýðræðisþróunar, virðing fyrir mannréttindum og borgaralegu samfélagi með samstarfi um lýðræðislega staðbundna stjórnsýslu og góða stjórnsýsluhætti, samstarf þingmanna, samstarf fjölmiðla og blaðamanna og samstarf frjálsra félagasamtaka.
  • Samstarf um fjölþjóðleg viðfangsefni sem snerta hvort tveggja Norðurlönd og Norðvestur-Rússland, til dæmis skipulagða glæpastarfsemi, mansal, smitsjúkdóma og umhverfismál.

Þau verkfæri sem Norræna ráðherranefndin nýtir í samstarfinu við Rússland eru meðal annars: Þekkingaruppbyggingar- og tengslanetaáætlunin, þátttaka í Norðlægu víddinni, samstarf við frjáls félagasamtök (áætlunin um frjáls félagasamtök), samstarf á landamærasvæðum, samstarf í gegnum norrænar stofnanir og samstarf við önnur svæðisbundin samtök, til dæmis Barentsráðið, Eystrasaltstsráðið og Norðurskautsráðið.