Styrkir frá umhverfis- og loftslagssamstarfi Norrænu ráðherranefndarinnar

Natur i Finland
Photographer
Benjamin Suomela / Norden.org
Vinnuhópur sem heyrir undir norræna umhverfis og loftslagssamstarfið veitir minniháttar styrki til norrænna verkefna. Styrkirnir eru fyrst og fremst veittir til þess að fylgja eftir ákvörðunum sem teknar eru af umhverfis- og loftslagsmálaráðherrunum (MR-MK) og embættismannanefndinni um umhverfis- og loftslagsmál (EK-MK); þeir styðji við forgangsverkefni formennskulandsins, styðji við pólitísk forgangsverkefni sem eru ofarlega á baugi, styðji við verkefni sem vinnuhópar á sviði umhverfis- og loftslagsmála hafa ekki séð fyrir þegar starfsáætlun þeirra var undirbúin ásamt því að styðja aðra haghafa.

Almennar leiðbeiningar

Styrkumsókn skal uppfylla eitt eða fleiri af neðangreindum skilyrðum:

  • fjalla um pólitísk málefni sem eru ofarlega á baugi
  • taka á nýju vandamáli á sviði umhverfismála
  • taka á þverfaglegri aðgerð sem umhverfisgeirinn vill taka þátt í
     

Meginreglan er sú að verkefni fái aðeins styrk úr forgangsverkefnasjóði í eitt ár.

 

Auk þess:

  • Verkefni sem standa í nokkur ár skulu vera fullfjármögnuð til loka, áfanganiðurstöður viðkomandi verkefnis frá fyrsta ári einnig skipta máli eða að vinnuhópurinn, AU, meti að verkefnið muni geta tryggt fjármögnun út það tímabil sem það stendur.
  • Verkefni sem snúast um gerð heimasíðna/gagnagrunna fá almennt aðeins styrk ef tryggt er að fyrir hendi séðu aðilar sem taka við rekstri þeirra.
  • Grunnrannsóknir eru yfirleitt ekki styrktar.
  • Forgangsverkefnasjóður styður aðeins rekstur annarra alþjóðlegra stofnana í undantekningatilvikum. Þó er hægt að veita styrki til afmarkaðra verkefna sem norræn ríki hafa átt frumkvæði að eða hafa mikinn hag af.

Sniðmót

Kynningarbréf verður að fylgja umsókn til forgangsverkefnasjóðs:

Umsóknareyðublað og eyðublað fyrir fjárhagsáætlun má finna vefsíðum um almenna styrki frá Norrænu ráðherranefndinni.

Auk styrkmöguleika hjá AU leggur vinnuhópar umhverfis- og loftslagssamstarfsins fram fé til norrænna verkefna á sínu málefnasviði. Nánari upplýsingar