Svona ferðu að því að skila ársskýrslu um norrænt verkefni innan rammasamnings

Stofnanir sem eru með rammasamning við Norrænu ráðherranefndina eiga að skila ársskýrslu um verkefni sín eftir sameiginlegu sniðmáti.

Tengiliður verkefnisins hjá Norrænu ráðherranefndinni hefur samband við stofnunina fyrir árslok.

Samningssniðmát

Stjórnsýslustofnunin á einnig að skila inn lýsingu á starfsemi auk fjárhagsáætlunar sem gera skal grein fyrir eftir eftir samningssniðmáti. Samningum er hlaðið upp í verkefnagáttina.

Skjal á skandinavísku:

Skjal á ensku:

Ársskýrsla

Allar stjórnsýslustofnanir sem eru með verkefni sem fjármögnuð er samkvæmt rammasamningi skulu skila ársskýrslu eftir sniðmátinu hér fyrir neðan í síðasta lagi 15. febrúar. Ársskýrslan skal innihalda greinargerð um árangur af starfsemi undangengins árs og notkun fjármagns frá Norrænu ráðherranefndinni. Ársskýrslunni er hlaðið upp í verkefnagáttina.

Skjal á skandinavísku:

Skjal á ensku:

Ársskýrslur í verkefnagáttinni

Skýrsla er send í gegnum verkefnagáttina. Tengil og leiðbeiningar um verkefnagáttina má finna hér:

Leiðbeiningar um yfirferð endurskoðanda á notkun styrks

Ef um er að ræða fjármögnun upp á 500.001 DKK eða hærri skal lokauppgjörið endurskoðað af löggiltum endurskoðanda. Þetta á ekki við um ríkisstofnanir sem þegar lúta endurskoðun norrænnar ríkisendurskoðunar. Nánari leiðbeiningar um þetta má finna í gögnunum hér fyrir neðan.

Skjal á skandinavísku:

Skjal á ensku:

Yfirlýsing endurskoðanda um endurskoðun á notkun styrks

Endurskoðandi skal fylla út og skrifa undir yfirlýsingu um fjárhagslegt uppgjör samkvæmt fyrrnefndum leiðbeiningum. Yfirlýsingin skal fylgja fjárhagslega uppgjörinu eftir því sem við á. Hægt er að nota neðangreint sniðmát fyrir yfirlýsinguna.

Skjal á skandinavísku:

Skjal á ensku: