Þess vegna minnkar suðið á Norðurlöndum

Gul blomst
Ljósmyndari
Gert S Laursen/Ritzau Scanpix
Vissulega væri frábært ef þessar óþolandi randaflugur hyrfu bara? Eða? Nei – það væri alls ekki frábært! Randaflugan er, ásamt villtum býflugum, humlum og fiðrildum, eitt mikilvægasta skordýrið á Norðurlöndum.

Randaflugan er frjóberi – hún flytur sem sagt frjókorn frá einni plöntu til annarrar þannig að þær frjóvgast og geta borið fræ og ávöxt. Hlutverk frjóbera er mikið þegar kemur að því að við fáum mat á borðið.

Hluti frjóbera á hins vegar undir högg að sækja á Norðurlöndum.   

Vandinn er sá að ósnortin svæði á Norðurlöndum fara minnkandi og stöðugt verður lengra á milli þeirra. Þegar beitarland er ræktað upp, mýri ræst fram, skógur ræktaður og villt land verður að ræktuðu landi- sem ýmis plöntuvarnarefni eru borin á, þá fækkar villtum blómum og tækifærum skordýranna til þess að koma sér upp búi.

Á Norðurlöndum eru skordýr sérstaklega mikilvæg fyrir ræktun vegna olíu, svo sem repju og hörfræja, belgjurtir, svo sem baunir og ertur, og fyrir smárann.

Og fyrir garðræktendur sem fá umtalsvert betri uppskeru ef skordýr frjóvga ávaxtatrén og berjarunnana. 

Samkvæmt rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni fækkar frjóberum um allan heim - og það ógnar tegundum sem nemur virði 577 dollara á ári, ritar rannsóknarnefndin.

Staðreyndir:

  • Í Svíþjóð er einum tíunda hluta fiðrilda ógnað og þriðjungur býflugnategunda er einnig á válista í landinu. 
  • Í Noregi er 16 prósent frjóbera á válista ógnað. Um fimmtungi villtra býflugnategunda er ógnað. 
  • Í Danmörku er fimmtungi 292 tegunda býflugna ógnað. 25 prósent fiðrildategunda er ógnað.

Þetta getur þú gert:

  • Ræktaðu skordýravæn blóm. Alls staðar!
  • Slepptu því að nota illgresiseyði.
  • Ekki slá grasið - breyttu túni í engi!
  • Ekki hreinsa of mikið til í garðinum, leyfðu gömlum trjám að vera.
  • Byggðu býflugnahótel.