Þing-app

Appið „Norðurlandaráðsþing“ veitir yfirsýn yfir alla dagskrána og upplýsingar um einstaka dagskrárliði á þingum Norðurlandaráðs. Appið er á sex tungumálum og hentar öllum símum og spjaldtölvum.
Appið inniheldur alla fundardagskrá og dagskrá Norðurlandaráðsþingsins. Auk þess eru þingmenn í Norðurlandaráði kynntir og birtar fréttir af þinginu sem stendur yfir. Appið inniheldur ennfremur hagnýtar upplýsingar um þingið.
Þannig er appið sótt:
Opnið tengilinn í símanum eða spjaldtölvunni. Þegar síðan birtist er smellt á örina í vafranum og valið „bæta við heimasíðuskjá“. Appið er nú komið í símann eða spjaldtölvuna og hægt er að nota það bæði þegar síminn er nettengdur og þegar hann er það ekki.
Opnið tengilinn í símanum eða spjaldtölvunni. Smellið á valmyndina (þrjú lárétt strik) og veljið „Bæta við flýtivísun“.
Opnið tengilinn í símanum eða spjaldtölvunni. Smellið á valmyndina og veljið „Festið á ræsimynd“.
Um appið „Norðurlandaráðsþing“
- Appið hentar öllum farsímum og spjaldtölvum.
- Innihald appsins er á eftirfarandi tungumálum: Finnsku, sænsku, dönsku, norsku, íslensku og ensku.
- Norðurlandaráð gefur appið „Norðurlandaráðsþing“ út í tengslum við árleg þing ráðsins.
Eru vandamál við að ná í appið? Sendu okkur skilaboð á webredaktionen@norden.org.