Tillögur almennings til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2021

Hver sem er getur sent inn tillögu að verkefni og einstaklingi sem á skilið tilnefningu til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Árið 2021 hafa Norðurlandaráði borist samtals 138 tillögur um meira en 109 mismunandi verkefni. Hér að neðan má sjá allan listann flokkaðan eftir löndum.

Þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2021 er sjálfbær matvælakerfi – úr hafi og jörð á borð og aftur tilbaka. Í ljós kemur 3. september 2021 hvaða innsendu tilnefningar dómnefndin velur að útnefna til verðlaunanna.