Tilnefningar til verðlauna Norðurlandaráðs 2021

Det Kongelige Teaters Skuespilhus
Ljósmyndari
Det Kongelige Teater
54 tilnefningar frá 8 löndum. Kynnist þeim sem eru tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs 2021. Handhafar verðlauna Norðurlandaráðs verða kynntir 2. nóvember á verðlaunahátíð í Kaupmannahöfn en hún er haldin er í tengslum við þing Norðurlandaráðs 2021.

Tilnefningar til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir 2021

14 norrænar myndabækur, unglingabækur og framtíðarsögur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Bækurnar eru skrifaðar á átta Norðurlandatungumál.

Tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2021

Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Tvær heimildamyndir eru tilnefndar og þrjár leiknar myndir.

 

Tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021

13 listamenn og hópar sem skapað hafa einstakar tónlistarupplifanir hljóta tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Í hópi hinna tilnefndu í ár eru meðal annars söngvarar, þjóðlagatónlistarkona, trompetleikari, píanóleikari, fjölhljóðfæraleikari og plötusnúðahópur.

Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2021

Gagnagrunnur sem sýnir kolefnisspor matvæla, sjálfbær landbúnaður sem bindur kolefni í jörðu og gróðurhús á Grænlandi sem sér veitingastöðum og íbúum fyrir ferskum matvörum er meðal þess sem tilnefnt er til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2021.

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021

14 norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Bækurnar sem tilnefndar eru í ár koma frá öllum norrænu löndunum og málsvæðunum.

Hægt að fylgjast með verðlaunaafhendingunni á öllum Norðurlöndum

Hægt verður að fylgjast með því í beinni útsendingu um gervöll Norðurlönd þegar handhafar verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir, kvikmyndir, bókmenntir, umhverfismál og tónlist verða kynntir.

Útsendingin frá verðlaunahátíðinni, sem framleidd er af DR, verður klukkan 20.00 (að dönskum tíma) á DR 2 og hægt verður að fylgjast með henni á slóðinni www.dr.dk í öllum norrænu löndunum.

NRK, SVT og Svenska Yle sýna einnig beint frá viðburðinum og RÚV sýnir verðlaunahátíðina þann 3. nóvember. Sjá nánari upplýsingar í sjónvarpsdagskrá hvers lands.