Um Norræna félagið og Samband Norrænu félaganna

Norrænu félögin eru félög óháð stjórnmálaflokkum sem vinna að því að efla norrænt samstarf, að opnun landamæra á Norðurlöndum og þróun norræna menningarsamstarfsins. Félögin starfa saman í gegnum Samband Norrænu félaganna.

Norrænu félögin voru stofnuð árið 1919 í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, árið 1922 á Íslandi og árið 1924 í Finnlandi. Árið 1951 var Norræna félagið í Færeyjum stofnað, árið 1979 á Álandseyjum, og árið 1991 á Grænlandi.

Norrænu félögin vinna að því að efla norrænt samstarf, að opnun landamæra á Norðurlöndum og þróun norræna menningarsamstarfsins. Norrænu félögin vinna að því að auka áhuga almennings á virku samstarfi Norðurlandanna. Starfið felst í útbreiðslu þekkingar um tungumál, menningu og þjóðfélagsaðstæður á Norðurlöndum ásamt því að mynda tengslanet einstaklinga, fjölskyldna, skóla, samtaka, sveitarfélaga og fyrirtækja.

Annað mikilvægt verkefni er að vera í nánum tengslum við stjórnvöld og aðra sem taka ákvarðanir ásamt því að eiga frumkvæði í norrænum málefnum. Eitt af stærstu verkefnum samtímans er að afnema þær stjórnsýsluhindranir sem enn eru til staðar á Norðurlöndum.

Samband Norrænu félaganna

Samband norrænu félaganna, FNF, er samstarfsvettvangur Norrænu félagann í þjóðlöndunum og Ungliðahreyfingar sambands Norrænu félaganna (FNUF).

Sambandið starfar einnig með Eesti Põhjala Ühing (Norræna félaginu í Eistlandi) og Biedrība Norden Latvija (Norræna félaginu í Lettlandi) og Norðurlandafélaginu í Petrozavodsk.

Meginverkefni sambandsins er að samræma sameiginlega hagsmuni félaganna í hverju landi fyrir sig hvað varðar eflingu alþýðlegs norræns samstarfs á öllum sviðum. Stefnuskrá sambandsins byggir á þeim málum sem eru í forgangi í starfi Norrænu félaganna í hverju landi fyrir sig.

Það er markmið FNF að breiða út þekkingu um tungumál, menningu, sögu og þjóðfélagslíf norrænu ríkjanna. FNF á frumkvæði að því að auka alþýðlegt samstarf innan Norðurlandanna og Evrópu og á alþjóðavettvangi. Meðal þeirra verkefna sem FNF stendur fyrir, sem stuðla að því að markmiðið náist eru Nordjobb, Norræna bókmenntavikan og Norden i Skolen.

Tengiliður