Um norrænan vinnuhóp um loftslagsmál og loftgæði

Almennt markmið vinnuhóps um loftslagsmál og loftgæði er að stuðla að því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengun. Gæta skal að samlegðaráhrifum vegna aðgerða á sviði loftslagsmála og loftgæða.

Á sviði loftslagsstarfsins skal hópurinn stuðla að metnaðarfullri innleiðingu Parísarsamkomulagsins, þar með talið að vinna að því að norrænu ríkin verði áfram í forystu í þeim samfélagslegu umskiptum sem nauðsynleg eru til þess að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins bæði hvað varðar að draga úr losun og loftslagsaðlögun sem fjármögnun.

Hópnum er ætlað að leiða áframhaldandi samstarf um alþjóðlega loftslagsviðræður og vinna að árangri og þróun viðræðnanna. 

Á sviði loftgæða skal hópurinn styrkja vinnuna við loftmengunarsamninginn (CLRTAB) og vinna af atorku að minnkandi losun mengunar sem skaðar umhverfi og heilsu á Norðurlöndum, í Evrópu og á Norðurskautinu, ásamt því að auka þekkingu á áhrifum loftmengunar, sambandsins milli loftgæða og loftslags og taka þátt í samstarfi um aðlögun aðgerða sem eru mögulega fyrirbyggjandi.

Hópurinn á að stuðla að því að viðeigandi heimsmarkmiðum í Dagskrá 2030 verði náð innan verksviðs hans.

Contact information