Um Norrænu ráðherranefndina

Organisationsdiagram
Norræna ráðherranefndin er opinber samstarfsvettvangur ríkisstjórna Norðurlanda. Forsætisráðherrarnir bera meginábyrgð á norrænu samstarfi. Í raun hafa þeir þó falið samstarfsráðherrum Norðurlanda og Norrænu samstarfsnefndinni að sjá um daglega samhæfingu pólitísks samstarfs Norðurlanda.

Norræna ráðherranefndin var stofnuð árið 1971 og þrátt fyrir að nafnið gefi annað til kynna fer samstarfið fram í mörgum ráðherranefndum. Norrænir fagráðherrar funda í ráðherrnefndunum tvisvar á ári. Sem stendur eru tíu fagráðherranefndir starfandi auk ráðherranefndar samstarfsráðherranna. Ákvarðanir í norrænu ráðherranefndunum verða að vera einróma.

Löndin fimm skiptast á að fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni eitt ár í senn. Það land sem fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni mótar áætlun sem verður vegvísir fyrir samstarfið allt árið.

Erindi eru undirbúin og þeim fylgt eftir af mismunandi norrænum embættismannanefndum sem í sitja embættismenn frá löndunum.

Forsætisráðherrar Norðurlanda funda árlega og hittast jafnframt á öðrum vettvangi, til dæmis fyrir leiðtogafundi ESB.  Utanríkis- og varnarmálaráðherrar Norðurlanda funda jafnframt reglulega utan vébanda Norrænu ráðherranefndarinnar.

Aðildarlönd og -svæði

Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð hafa átt aðild að Norrænu ráðherranefndinni frá árinu 1971. Grænland, Færeyjar og Álandseyjar hafa jafnframt fengið fleiri fulltrúa og sterkari stöðu í Norrænu ráðherranefndinni með jafn marga fulltrúa og ofannefnd lönd.

Hvert land fer með eitt atkvæði í Norrænu ráðherranefndinni. Í hverri ráðherranefnd eru einn eða meðlimir ríkisstjórna hvers lands. Í ráðherranefnd geta sem sagt verið samstarfsráðherrar eða fagráðherrar eða þá fulltrúar beggja hópa. Fulltrúar landsstjórna Færeyja og Grænland og landsstjórn Færeyja taka jafnframt þátt í starfi ráðherranefndarinnar.

Færeyjar, Grænland og Álandseyjar geta valið hvort þau vilja eiga aðild að þeim ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar, í þeim mæli sem sjálfsstjórnarssamningar heimila.

Færeyjar, Grænland og Álandseyjar hafa fengið meira vægi í norrænu samstarfi síðan Álandseyjayfirlýsingin var samþykkt af samstarfsráðherrunum í Maríuhöfn á Álandseyjum 5. september 2007. Álandseyjayfirlýsingin fjallar um aðgerðir sem geta eflt þáttöku Færeyjar, Grænland og Álandseyja í norrænu samstarfi.

Um vinnutilhögun og stefnumarkandi samþykktir fyrir Norrænu ráðherranefndina

Vinnutilhögun Norrænu ráðherranefndarinnar er að finna á þessum síðum.

Vinnutilhögun og önnur skjöl um stefnumarkandi samþykktir byggjast á Helsinkisáttmálanum sem var undirritaður í Helsinki árið 1962. Helsinkisáttmálinn er samstarfssamningur sem norrænt samstarf byggir á (stundum er talað um Helsinkisáttmálana vegna seinni endurskoðunar og breytinga, sá síðasti tók gildi árið 1996).

Til viðbótar við Helsinkisáttmálann eru til ýmsar aðrar mikilvægar stefnumarkandi samþykktir sem stýra starfi Norrænu ráðherranefndarinna.

Þar á meðal eru upplýsingareglur, endurskoðunarreglur, fjársýslureglur, reglur um notkun Svansmerkisins og nafnmerkisins Norden.