Um Norrænu ráðherranefndina um stafræna væðingu (MR-DIGITAL)
Markmið
Samstarf um stafræna væðingu byggir á yfirlýsingu sem ráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna samþykktu á ráðherrafundi í tengslum við Digital North. Í yfirlýsingunni er óskað eftir eflingu á samstarfi á svæðinu um stafræna væðingu og að löndin nýti forskot sitt til að verða leiðandi afl við myndun stafræns innri markaðar og þróun samhangandi stafrænna innviða á svæðinu í þágu borgaranna, fyrirtækja og opinberrar stjórnsýslu. Ráðherranefndin um stafræna væðingu og aðrar ráðherranefndir bera ábyrgð á að fylgja eftir þremur þeim stefnumiðum sem fram koma í yfirlýsingu ráðherranna:
- Að efla aðlögunarfærni Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á sviði stafrænnar væðingar, meðal annars með því að skapa samþætt svæði með stafrænni þjónustu hins opinbera yfir landamæri.
- Að styrkja samkeppnisfærni atvinnulífsins á svæðinu með stafrænni væðingu.
- Að starfa saman að því að ná markmiðum Stafræns innri markaðar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja um að efla framþróun stafrænnar þjónustu án landamæra.
[Lesið yfirlýsinguna]
Skipulag
Ráðherranefndin mun væntanlega funda einu sinni til tvisvar á ári. Formennskulandið hverju sinni boðar til fundar og sér um fundarstjórn. Bjóða ber Eystrasaltsríkjunum til samstarfs eins og kostur gefst, á fundi og til þátttöku í sameiginlegum verkefnum.
Háttsettir embættismenn verða tengiliðir ráðherranefndarinnar um stafræna væðingu (MR-DIGITAL) í löndunum. Hlutverk þeirra verður að tryggja framvindu starfsins að því að framfylgja markmiðum ráðherrayfirlýsingarinnar.