Um sendinefndir ríkjanna

Færre grænsehindringer, mere vækst
Ljósmyndari
Job & Magt / Johan Wessman
Hvert norrænu ríkjanna skipar sendinefnd í Norðurlandaráð. Hver sendinefnd skal sjá til þess að ákvörðunum í Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni sé fylgt eftir í sínu heimalandi.

Sendinefndin er skipuð fulltrúum sem valdir eru af þjóðþingum.

Sendinefndir í Norðurlandaráð eru kosnar á hverju ári. Einungis þjóðkjörnir þingmenn geta tekið sæti í sendinefnd viðkomandi ríkis. Fulltrúar ólíkra stjórnmálaskoðana eiga að veljast til setu í Norðurlandaráði.

Sendinefndir landanna velja sér formann og varaformann úr hópi sínum.

Skrifstofur sendinefndanna eru staðsettar í þingi hvers lands.