Um skrifstofuna

Skrifstofa Norðurlandaráðs undirbýr og fylgir eftir þeim málum sem eru tekin til meðferðar í forsætisnefnd, fagnefndum og á öðrum vettvangi innan Norðurlandaráðs.

Skrifstofa Norðurlandaráðs hefur aðsetur í Kaupmannahöfn á sama stað og skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar.

Skrifstofan undirbýr og fylgir eftir málum sem fjallað er um í forsætisnefndinni, sem fer með æðsta valdið í Norðurlandaráði, og í fagnefndum.

Þetta er gert í samráði við flokkahópana og skrifstofur landsdeildanna.

Skrifstofan undirbýr og skipuleggur þing Norðurlandaráðs í samráði við skrifstofur landsdeildanna á hverjum stað. Aðrir fundir ársins er undirbúnir af skrifstofu gestgjafalandsins í samráði við skrifstofu Norðurlandaráðs.

Reglur um starfshætti skrifstofunnar eru settar af forsætisnefndinni sem formlega séð sér einnig um ráðningu starfsfólks skrifstofunnar.

Framkvæmdastjóri stýrir starfi skrifstofunnar, en þar starfa um fimmtán manns frá norrænu löndunum, Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Framkvæmdastjóri hefur umsjón með starfi forsætisnefndarinnar og hefur sér til aðstoðar tvo starfsmenn.

Tveir starfsmenn vinna fyrir hverja fagnefnd og sjá um undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni á starfi

Upplýsingadeildin er sameiginleg fyrir Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina. Starfsmanna-, stjórnsýslu- og lagadeild (HRAJ) Norrænu ráðherranefndarinnar sér jafnframt um mannauðsmál, fjármál og ýmsa skrifstofuþjónustu fyrir skrifstofu Norðurlandaráðs.

Contact information