Um styrki Norrænu ráðherranefndarinnar

Meginkrafan sem gerð er til þess að verkefni geti fengið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni er að það gagnist Norðurlöndunum, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Í verkefninu skal felast norrænt notagildi og það skal samræmast stefnumótuninni. Flest verkefni eru unnin innan stjórnsýslunnar.

Ár hvert eru mörg hundruð verkefni unnin innan vébanda Norrænu ráðherranefndarinnar. Meirihluti verkefnanna eru unnin af stofnunum sem kallaðar eru stjórnsýslustofnanir, aðallega ríkisstofnunum og samtökum víðsvegar um Norðurlönd sem hafa umsýslu með verkefnum eða áætlunum fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Á fáeinum sviðum eru verkefni einnig fjármögnuð beint frá Norrænu ráðherranefndinni gegnum auglýsingar.

Hér má finna slíkar auglýsingar:

Skilmálar

Hér að neðan eru taldir upp almennir skilmálar sem sem þarf að uppfylla til þess að verkefni fái styrk frá Norrænu ráðherranefndinni. Frekari reglur og skilyrði geta átt við fyrir mismunandi ráðherranefndir.

Stefnumótunarvettvangur Norrænu ráðherranefndarinnar

Í norrænu samstarfi er nú fyrir hendi framtíðarsýnin 2030 – Norðurlönd eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi:

 

- Samkeppnishæf Norðurlönd. Saman ætlum við að efla grænan hagvöxt byggðan á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu.

- Græn Norðurlönd. Saman ætlum við að greiða fyrir grænum umskiptum í samfélögum okkar og vinna að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásarhagkerfi og lífhagkerfi.

Félagslega sjálfbær Norðurlönd. Saman ætlum við að efla samfellt svæði án aðgreiningar þar sem jafnrétti ríkir og sem byggist á sameiginlegum gildum og öflugri menningu og velferð.

 

Hver og ein ráðherranefnd er svo með eigin áætlanir, stefnumótun og verkefni sem endurspegla hina pólitísku sýn. Auk þess gildir þverfagleg stefnumótun um sjálfbærni, jafnrétti og börn og ungmenni. Formennskulandið hverju sinni ræður yfir fjármagni sem veitt er til stefnumótandi forgangsmála. Þess vegna er eðlilegt að verkefni sem nýtur norræns fjárhagslegs stuðnings tengist framtíðarsýn ráðherranefndarinnar, samstarfáætlun, formennskuáætlun og þverfaglegu stefnumótuninni.

Þrjú norræn ríki

Mikilvægasta krafan til norræns verkefnis, óháð því hver stýrir því eða vinnur það, er að verkefnið gagnist Norðurlöndunum. Þess vegna þurfa að minnsta kosti þrjú af norrænu löndunum, Álandseyjum, Grænlandi eða Færeyjum að vera þátttakendur í hverju verkefni. Einnig geta tvö norræn lönd, Álandseyjar, Grænland eða Færeyjar tekið þátt ásamt einu landi sem ekki er norrænt.

 

Norrænt notagildi

Alltaf skal vera lagt upp með samnorrænt notagildi í verkefni sem fjármagnað er með norrænu fé. Leggja skal til grundvallar að öll norræn verkefni uppfylli eitt eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum:

- Verkefnið hefði að öðrum kosti verið unnið í hverju landi fyrir sig en hægt er að ná áþreifanlegum ávinningi með því að nýta sameiginlegar norrænar lausnir.

- Verkefnið skal í senn vera birtingarmynd norrænnar samkenndar og stuðla að þróun hennar.

- Verkefnið skal efla kunnáttu og samkeppnishæfni Norðurlandabúa.

- Verkefnið skal efla áhrif Norðurlanda á alþjóðavettvangi..

Framgangur verkefna

Framgangi verkefna er skipt í þrjá hluta.

Upphaf

Til þess að fá fjárhagslegan stuðning frá Norrænu ráðherranefndinni skal fylla út eyðublaðið fyrir verkefnalýsingu og gera grein fyrir fjárhagsáætlun.

Skjöl á skandinavískum málum

Skjöl á ensku

Ef um er að ræða fleiri en eitt verkefni sem tengjast og hafa sameiginleg markmið getur sameiginleg áætlun komið til álita.

Staða

Gert er ráð fyrir að áfangaskýrslum sé skilað meðan á verkefninu stendur.

Þeim er skilað gegnum verkefnagáttina, sjá „Vinnsla verkefna“ hér að neðan.

Lok

Gert er ráð fyrir að lokaskýrslu sé skilað þegar verkefninu er lokið.

Henni er skilað gegnum verkefnagáttina, sjá „Framgangur verkefnis“ hér að neðan.

Skjöl á skandinavískum málum

Skjöl á ensku

Ársskýrslur - fyrir samtök sem eru með með rammasamning

Samtök sem eru með rammasamning við Norrænu ráðherranefndina eiga að skila ársskýrslu. Tengiliður verkefnisins hjá Norrænu ráðherranefndinni hefur samband við samtökin fyrir árslok.

Útgáfa

Verður gefin út norræn skýrsla eða rit á vegum verkefnisins? Norræna ráðherranefndin er með stefnu í útgáfumálum og viðmiðunarreglur sem þarf að fara eftir:

Leiðbeiningar

Nánari upplýsingar um öll stig í framgangi verkefnis er að finna í leiðbeiningum okkar.

Vinnsla verkefna

Ef þú hefur fengið styrk frá Norræna ráðherranefndinni áttu að gera grein fyrir framgangi verkefnisins gegnum verkefnagáttina. Þú færð notendanafn og lykilorð á skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar.

Hér má finna handbók um notkun verkefnagáttarinnar:

Nordiska ministerrådets projektdatabas

I Nordiska ministerrådets projektdatabas kan du se de senast uppdaterade projekten och söka fram pågående aktiviteter.