Alþjóðlegur leiðtogafundur um Úkraínu

08.09.22 | Fréttir
Ukraine
Photographer
Eyþór Árnason
Norðurlandaráð og Eystrasaltsríkjaþingið buðu fulltrúum frá Úkraínu og stjórnarandstæðinum frá Rússlandi og Belarús til umræðna um stöðuna í Úkraínu.

„Við Úkraínumenn heyjum baráttu fyrir lífi okkar sem þjóð og til að tryggja að þetta verði síðasta stríðið. Og að setningin aldrei aftur verði aldrei aftur,“ sagði úkraínska þingkonan Lesia Vasylenko á blaðamannafundi sem Norðurlandaráð og Eystrasaltsþingið efndu til að loknum alþjóðlega leiðtogafundinum. Á fundinum var sjónum meðal annars beint að því hvernig Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin gætu stutt stjórnvöld í Úkraínu og almenning í báðum löndum og haldið áttum við að miðla upplýsingum um ástandið í löndunum tveimur á eins hlutlægan hátt og kostur er. Upplýsingum sem eru undir stöðugum þrýstingi frá áróðursvél Rússlands og höftum á tjáningarfrelsi bæði í Rússlandi og Belarús, að mati margra þátttakenda í leiðtogafundinum.



 

Sjá yfirlýsingar frá blaðamannafundinum að loknum leiðtogafundinum:

Press conference in connection with the high level summit for political assembly and Nordic Council, with representatives from the Ukrainian Parliament and media, as well as Russian and Belarus opposition. Reykjavik, Iceland, 5 September 2022.