Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar í brennidepli í nýrri formennskuáætlun

29.10.19 | Fréttir
Fælles om fremtidens løsninger

Fælles om fremtidens løsninger

Photographer
Scanpix.dk
Samtaka um framtíðarlausnir. Það er yfirskrift metnaðarfullrar formennskuáætlunar Danmerkur, Færeyja og Grænlands fyrir árið 2020. Ætlunin er að hin nýja framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir 2030 verði að veruleika – að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og best samþætta svæði heims.

Markmið formennskunnar eru meðal annars að efla samkennd og samstarf innan Norðurlanda og efla sameiginleg tækifæri á svæðinu. Formennskuáætlunin styður við hin þrjú stefnumarkandi forgangssvið Norrænu ráðherranefndarinnar: græn Norðurlönd, samkeppnishæf Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Öll stuðla þessi forgangssvið að því að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verði náð. 

Vi vil i vores formandskab fokusere på at samarbejde om nye løsninger, der kan gøre Norden førende på klimadagsordenen, samtidig med at vi fortsat er konkurrencedygtige og socialt bæredygtige. Det er målene i Nordisk Ministerråds nye vision, og det skal vi levere på.

Danmarks statsminister, Mette Frederiksen

Græn Norðurlönd

Norðurlönd eru þekkt um allan heim fyrir metnaðarfullt og öflugt starf sitt að sjálfbærni- og loftslagsmálum. Formennskan fyrir árið 2020 vill halda áfram að efla norrænt samstarf um umhverfis- og loftslagsmál og náttúruvernd, bæði svo að Norðurlönd verði enn grænni en nú er og til þess að þau taki forystu í þessum málum á alþjóðavettvangi. Í því sambandi á meðal annars að hlúa að líffræðilegri fjölbreytni og draga úr plasti og öðru rusli í höfunum. 

Samkeppnishæf Norðurlönd 

Einn af áhersluþáttum formennskunnar er að Norðurlönd efli áfram stöðu sína sem svæðis án landamæra þar sem umfangsmesta svæðisbundna samstarf heims fer fram. Markmið formennskunnar er að skapa fyrirtækjum kjöraðstæður til samkeppni í tengslum við græn umskipti og loftslagsvænar hringrásarlausnir gegnum rannsóknir, nýsköpun, fjárfestingar og stafræn umskipti. 

Félagslega sjálfbær Norðurlönd 

Norræn samheldni byggir á sameiginlegum gildum á borð við traust, lýðræði og jafnræði. Þessi samheldni stendur nú andspænis nýjum heimi alþjóðavæðingar. Formennskan telur að svið menntunar og menningar sé kjörinn vettvangur fyrir aðgerðir til að standa vörð um og efla félagslega samheldni þvert á norrænu löndin, svo og þekkingu á norrænu tungumálunum. Þar gegna sjálfbær tengslanet ungs fólks mikilvægu hlutverki. Allir eiga að njóta góðs af samstarfinu, ungir sem aldnir, óháð forsendum þeirra. 

Samtaka um framtíðarlausnir 

Yfirskrift formennsku Norrænu ráðherranefndarinnar 2020 er „Samtaka um framtíðarlausnir“. Ríkjasamband Danmerkur, Færeyja og Grænlands stendur einnig samtaka að formennsku allra Norðurlandanna. 

Norðurlandaráð er opinber samstarfsvettvangur þjóðþinga Norðurlanda. Ráðið skipa 87 fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð og Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.