Stafræn væðing getur hjálpað okkur að hraða grænni þróun

16.03.21 | Fréttir
5G Autonomous bus
Photographer
Thomas Sonne, Common Ground Media
Hvernig geta Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin notað stafræna væðingu til þess að ýta undir græna endurreisn? Þetta málefni var efst á baugi þegar ráðherrar stafrænnar tækni frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum hittu varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, Margrethe Vestager.

Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin eru í fararbroddi á heimsvísu á sviði stafrænnar væðingar. Óvíða að opinber þjónusta eins stafræn og hjá okkur, almennir borgarar og vinnuafl býr yfir mikilli stafrænni færni, við erum með háþróaða tæknilega innviði og sterk fyrirtæki á sviði upplýsinga- og samskiptatækni.

Þá eru á svæðinu öflugir grænir geirar, græn tækifæri og græn hæfni. Miklir möguleikar felast í að byggja á þeirri tvíþættu áskorun að byggja upp efnahagslegan bata sem er bæði grænn og stafrænn. Þetta er mikill kostur að vinna saman að öflugum efnahagsbata á öllu svæðinu og stuðla um leið að því að Evrópa verði fyrsta kolefnishlutlausa heimsálfan árið 2050 eins og kveðið er á um í Græna sáttmála ESB.

Engin söguleg fordæmi eru fyrir hraða og umfangi þeirra grænu umskipta sem þurfa að eiga sér stað. Við vitum að meira að segja þau sem eru í fararbroddi þurfa að slá í klárinn. Í framtíðarsýn okkar fyrir 2030 er fólk, fyrirtæki og samfélag í brennidepli alls sem við gerum.

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Á fundi sínum 16. mars 2021 ræddu ráðherrar stafrænnar tækni við Margrethe Vestager varaforseta framkvæmdastjórnar ESB um hvernig samræma megi stafræna og græna stefnumótun þannig að þær geti styrkt hvor aðra. Samstarf um að greina sameiginlegar áskoranir og lausnir og læra af bestu starfsvenjum bæði á svæðinu og annars staðar er nauðsynlegt til að nýta til fulls þau tækifæri sem felast í að beita stafrænni tækni til að ná loftslagsmarkmiðunum.

Á Norðurlöndum og Eystrasaltssvæðinu stuðla stafrænar lausnir nú þegar að því að tryggja betri orkunýtingu, hreinsitæknilausnir, snjallari hreyfanleika og þróun sjálfbærrar framleiðslu svo fáein dæmi séu nefnd. Paula Lehtomäki framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar er sannfærð um að Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin geti miðlað þekkingu til ESB þegar kemur að umskiptum til grænnar stafrænnar framtíðar.

„Engin söguleg fordæmi eru fyrir hraða og umfangi þeirra grænu umskipta sem þurfa að eiga sér stað. Við vitum að meira að segja þau sem eru í fararbroddi þurfa að slá í klárinn. Í framtíðarsýn okkar fyrir 2030 er fólk, fyrirtæki og samfélagið í brennidepli alls sem við gerum. Við verðum að taka á móti og þróa nýja tækni og stafrænar umbreytingar til þess að skapa samþættara og sjálfbærara svæði sem er grænt, samkeppnishæft og án aðgreiningar,“ segir Paula Lehtomäki.

Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin hafa sett sér þrjú yfirmarkmið í samstarfi sínu um stafræna umbreytingu árin 2021-2024.

  1. Auka hreyfanleika og samþættingu svæðinu sem tekur til Norðurlanda og Eystrasaltsríkja með því að byggja upp sameiginlegan vettvang fyrir stafræna þjónustu þvert á landamæri
  2. Stuðla að grænum hagvexti og þróun á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum með gagnadrifinni nýsköpun og sanngjörnu gagnahagkerfi til þess að samnýting og endurnýting gagna verði skilvirk
  3. Stuðla að forystu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í ESB og EES og á heimsvísu um sjálfbæra og samþætta stafræna umbreytingu samfélaga okkar

Til að styðja framkvæmd þessara markmiða hefur verið útbúinn vegvísir sem samþykktur var 16. mars 2021 af ráðherrum stafrænnar tækni á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum, þar eru meðal annars sérstakar aðgerðir sem stuðla að því að stafræn væðing auðveldi græn umskipti.